25.03.2008 22:17

Aðalfundur 2008

Aðalfundur
Átthagafélags Vestmannaeyinga
á Reykjavíkursvæðinu

Var haldin í Gyllta salnum á Silfrinu, Hótel Borg, sunnudaginn 2.mars s.l.

Að venjulegum aðalfundarstörfum loknum, söng Hafsteinn Þórólfsson nokkur lög við undirleik Aðalheiðar Þorsteinsdóttur á píanó.

Hulda Ósk Gränz sagði okkur frá ævintýraferð Sönghóps ÁtVR á norrænt vísnamót til Svíþjóðar í nóvember 2007. Einnig voru sýndar myndir frá ferðinni.

Sönghópur ÁtVR flutti nokkur lög, undir dyggri stjórn Hafsteins Grétar Guðfinnssonar , ásamt því að leika undir á gítar, Gísli Helgason lék á blokkflautu og Þórólfur Guðnason á bassa.

Því miður raskaðist aðeins áður auglýst dagskrá, (einu sinni, einu sinni enn....)
Elliði Vignisson, bæjarstjóri, komst ekki upp á land vegna fannfergis í Eyjum.

Einnig voru á fundinum seldir bolir merktir félaginu og Vestmannaeyja-óróar, en ágóði rennur til starfsemi sönghópsins. Haldið verður áfram sölu á hvorutveggja á meðan birgðir endast. (Upplýsingar hjá stjórnarfólki).

Fundarstjóri var Birna Ólafsdóttir.

Við þökkum öllum fyrir komuna og þessu frábæra fólki sem fram kom, fyrir að gera okkur stundina eftirminnilega.

Tveir gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu, þau Sigfríð Hallgrímsdóttir og Sigurður Guðnason. Félagið þakkar þeim fyrir vel unnin störf undanfarin ár.

Þau sem gáfu kost á sér í þeirra stað eru Bjarney Magnúsdóttir og Guðni Friðrik Gunnarsson. Félagið býður þau velkomin til starfa.

Stjórn átthagafélagsins 2008:

Bjarney Magnúsdóttir
Elías Stefánsson
Guðni Friðrik Gunnarsson
Guðný Helga Guðmundsdóttir
Hrafnhildur Hlöðversdóttir
Marta G. Hallgrímsdóttir
Sigurjón Guðmundsson
Sigurjón Sigurjónsson
Vignir Sigurðsson
Tónlistarstjóri:
Hafsteinn Grétar Guðfinnsson.

Flettingar í dag: 43
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 158
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 875973
Samtals gestir: 158641
Tölur uppfærðar: 30.7.2021 09:19:40