13.04.2008 11:46

Sönghópur ÁtVR í æfingabúðir.


Á aðalfundi félagsins 2001, varpaði ein Eyjakona fram þeirri hugmynd að brottfluttir Vestmannaeyingar myndu hittast, safna saman Eyjalögum og textum og syngja.  Megintilgangurinn var að varðveita og halda lífi í þessum menningararfi okkar Vestmannaeyinga.

15. september 2005 varð sönghópur ÁtVR að veruleika undir stjórn Hafsteins Grétars Guðfinnssonar. Hópurinn var ekki mjög stór í byrjun, en hefur vaxið og telur nú hátt í sextíu söngfélaga sem hittast tvisvar í mánuði yfir vetrartímann og syngja saman. Þess utan hefur hópurinn komið fram við ýmis tilefni á vegum ÁtVR og fleiri aðila sem tengjast Vestmannaeyjum. Haustið 2007, tók Sönghópur ÁtVR þátt í norrænu vísnamóti í Svíþjóð, sem var ævintýri líkast.  

Þann 5. apríl s.l. fór sönghópurinn með stjórnanda sínum,
Hafsteini Grétari Guðfinnssyni, í þriðju vorferð sína að
Geysi í Haukadal, eyddi deginum í að æfa söng, bregða á leik og hafa það notalegt saman, í fögru umhverfi.

Fyrsta vorið vorum við tuttugu og fjögur, síðast liðið ár
tuttugu og átta, en nú 2008, slógum við fyrri met og vorum tæplega fimmtíu.

Þetta árið fengum við góðan liðstyrk,
Gísli Helgason, (átti afmæli þennan dag) flautuleikari og lagahöfundur
bætist í hópinn, ásamt Þórólfi Guðnasyni bassaleikara.

Sami bílstjóri hefur verið með okkur frá byrjun,
Þorsteinn Jónsson, ættaður frá Laufási.

Myndir frá Geysisferð í albúmi, niðurstöður í botnakeppni í pistlum.

Flettingar í dag: 137
Gestir í dag: 61
Flettingar í gær: 172
Gestir í gær: 48
Samtals flettingar: 827623
Samtals gestir: 147634
Tölur uppfærðar: 19.10.2020 21:08:39