07.10.2008 21:50

Handverksmarkaður Eyjamanna

Handverksmarkaður Eyjamanna
í Mjóddinni 8.nóvember 2008.


S.l. þrjú ár hefur Átthagafélag Vestmannaeyinga á Reykjavíkursvæðinu
staðið fyrir handverksmarkaði Eyjamanna í Reykjavík.
Þessir dagar hafa tekist ákaflega vel og hefur verið ákveðið
að endurtaka þann 8. nóvember nk. ef næg þátttaka fæst.


Þeir félagsmenn eða aðrir Eyjamenn sem hafa áhuga, eru beðnir að
skrá sig fyrir 25. október á 
atvreyjar@gmail.com
 
merkt: markaður

Gjaldið fyrir sölubásinn er kr. 3200.-
Hæglega geta tveir eða jafnvel þrír verið um hvern bás.
Það eru 10 básar í boði.

Þátttakendum verður boðið að kynna sig og sitt handverk
á heimasíðu félagsins sér að kostnaðarlausu.

Eflaust verða einhverjar óvæntar uppákomur að hætti Eyjamanna.
(nánar auglýst er nær dregur)


Flettingar í dag: 95
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 158
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 876025
Samtals gestir: 158641
Tölur uppfærðar: 30.7.2021 10:21:37