11.06.2010 22:35

Fjölskyldugrill 2010

Fjölskyldugrill 2010
19. júní kl. 16:00 
                       

Grill

 

Þann 19. júní kl. 16:00 verður árlegt fjölskyldugrill félagsins haldið við Gufunesbæ í Grafarvogi. (Sjá kort). 
Þar er frábær aðstaða sem hentar okkur mjög vel. Boðið er upp á klifur fyrir börnin í Gufunesbæ, hægt að fara í strandblak og Folf, en Folf er spilað með frisbí diskum og gilda sömu leikreglur og í golfi.

Félagsmenn koma sjálfir með það sem þeir vilja grilla og drekka  en ÁtVR sér um kol og borðbúnað.  
Við hvetjum félagsmenn til að fjölmenna í grillið og taka börn og barnabörn með sér.

Myndir frá grillinu 2009.

Fleiri myndir frá grillinu 2009.    
_____________________________

Flettingar í dag: 192
Gestir í dag: 44
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 47
Samtals flettingar: 811493
Samtals gestir: 142941
Tölur uppfærðar: 8.8.2020 07:43:42