20.03.2012 21:06
Útgáfutónleikar Tríó Glóða
Tríó Glóðir heldur útgáfutónleika í
Fríkirkjunni 24. mars kl. 18:00
Á Facebókarsíðu þeirra segir m.a. að tríóið hafi verið stofnað til að leika lög Oddgeirs Kristjánssonar (1911-1966) tónskálds frá Vestmannaeyjum. Tríóið hefur rannsakað og útsett tónlist Oddgeirs og flutt á tónleikum víða um land. Á tónleikum fylgja gjarnan sögurnar af tilurð laga Oddgeirs og stiklað er á stóru um lífshlaup hans.
Tríóið Glóðir hefur lagt lokahönd á fyrstu breiðskífu sína og ber hún heitið Bjartar vonir.
Á plötunni eru þekktar perlur Oddgeirs Kristjánssonar í bland við minna þekktar auk þess sem tvö lög á plötunni hafa ekki áður verið gefin út, hvorki á nótum né hljóðupptöku. Sigríður Thorlacius syngur dúetta með Hafsteini á plötunni og mun einnig heiðra tónleikagesti með nærveru sinni og gullbarka.
Platan verður að sjálfsögðu til sölu á staðnum á 2500 krónur.
Hægt er að nálgast miða á midi.is en einnig verður seldur aðgangur við dyrnar.
Miðaverð 2000 krónur.
Tríó Glóðir á Facebook, HÉR
Hljóðdæmi af diskinum BJARTAR VONIR HÉR