Færslur: 2008 Júní

22.06.2008 13:58

Goslokamessa í Reykjavík


Helgina 4. - 6. Júlí nk. verður þess minnst
að 35 ár eru síðan gosi lauk í Heimaey.
 
Mikil hátíðardagskrá verður í Eyjum alla helgina og
verður mikið um dýrðir.

En eins og gengur hafa ekki allir tök á því að sækja eyjarnar heim
og því hefur verið ákveðið í samstarfi við
Átthagafélag Vestmannaeyinga á Reykjavíkursvæðinu (ÁtVR)
að vera með goslokamessu í Seljakirkju í Breiðholti
að þessu tilefni
sunnudaginn 6. júlí kl. 20.00

Verður eyjastemningin þar fyrirferðamikil og munu eyjapeyjarnir
sr. Kristján Björnsson, sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson
og sr. Þorvaldur Víðisson þjóna fyrir altari.
Þorvaldur Halldórsson og nokkrir félagar úr sönghóp ÁtVR
taka þátt í messunni.

Að lokinni messu verður létt spjall, kaffi og konfekt
og notaleg stemning.

21.06.2008 12:22

Vefmyndavél í Ystakletti

Vekjum athygli á, að vefmyndavélin í Ystakletti er orðin virk.

Tengill hér til hliðar á forsíðunni.

Stjórnin.
  • 1
Flettingar í dag: 162
Gestir í dag: 59
Flettingar í gær: 1140
Gestir í gær: 134
Samtals flettingar: 829433
Samtals gestir: 147953
Tölur uppfærðar: 23.10.2020 11:34:05