Færslur: 2011 Maí

25.05.2011 13:51

"Mamma Mia - Séns á Skrens"

Leikfélag Vestmannaeyja
sýnir í Hafnarfirði helgina 27.-28. maí

söngleikinn 
 "
Mamma Mia - Séns á Skrens"Undanfarna 2 mánuði hefur Leikfélag Vestmannaeyja sýnt söngleikinn
"Mamma Mia - Séns á Skrens" í leikstjórn Guðjóns Þorsteins Pálmarssonar, sem byggður er á samnefndri kvikmynd. Söngleikurinn hefur fengið frábærar viðtökur og verið uppselt á flestar sýningar. Verkið hefur verið staðfært frá grísku eyjunni yfir í íslenskan raunveruleika við góðar undirtektir áhorfenda.

     Vegna fjölda áskoranna og í tilefni 100 ára afmælis félagsins verður þessi glæsilega sýning sýnd á meginlandinu um komandi helgi.
Sýnt verður í Gaflaraleikhúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði.
 (
Sjá kort)

Þetta er sýning sem enginn má láta fram hjá sér fara.

Sjá myndbrot frá æfingum á vefnum Eyjafrettir.is

Myndbrot 1

Myndbrot 2

Myndbrot 3


Tryggðu þér sæti á midi.is


27. maí  Föstudag kl. 20:00    UPPSELT

           28. maí Laugardag kl. 15:00     AUKASÝNING 

       28. maí Laugardag kl. 20:00    örfá sæti laus
05.05.2011 11:28

Sönghópur ÁtVR heldur tónleika

Sönghópur ÁtVR

Sönghópur ÁtVR heldur tónleika

í kirkju Óháða safnaðarins við Háteigsveg 14. maí n.k. kl. 15.


Á efnisskránni verða lög og textar úr Vestmannaeyjum.

Þar á meðal eru fjölmörg lög eftir Oddgeir Kristjánsson
í tilefni 100 ára afmælis hans á þessu ári.

Fjögurra manna hljómsveit leikur með Sönghópnum.

Stjórnandi er Hafsteinn G. Guðfinnsson.


Miðar verða seldir í forsölu hjá kórfélögum og einnig við innganginn.

Þeir kórfélagar sem verða í forsvari fyrir miðasöluna eru:

Hildur s. 699-7577 eða hildurko@simnet.is,

Margrét s. 697-7027 eða
margis@internet.is

Sigurjón s. 551-9086 eða
sigurjon.gudmundsson@islandsbanki.is

Bjarney s. 840-2687 eða bjarneym@kopavogur.is


Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir.

02.05.2011 12:43

Kaffisala Heimaeyjar

Vestmannaeyjar

Árleg kaffisala
Kvenfélagsins Heimaeyj
ar

verður sunnudaginn 8. maí kl. 14 til 17 á Grand Hótel. (sjá kort)

Að vanda vonast félagskonur til að sem flestir Vestmannaeyingar, vinir þeirra, vandamenn og velunnarar félagsins mæti og eigi með þeim góða stund.

Ágóði af kaffisölunni rennur til líknarmála.  • 1
Flettingar í dag: 126
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 158
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 876056
Samtals gestir: 158641
Tölur uppfærðar: 30.7.2021 10:53:40