Færslur: 2013 Október
10.10.2013 16:30
Til Eyja
Eyjakonan Edda Andrésdóttir, hefur skrifað minningabók um veru sína í Eyjum þar sem hún
dvaldi sem barn á sumrin hjá ömmu sinni og móðurfjölskyldu.
Á bókakápu segir:
,,Fjörutíu árum eftir að jörðin rifnaði á Heimaey, nánast við bæjardyrnar á Kirkjubæ,
vitjar Edda Andrésdóttir liðinna tíma. Annars vegar þess þegar hún var þar
stelpa á sumrin hjá ömmu sinni og móðurfólki. Hins vegar dvalarinnar þar þegar
hún, nýorðin blaðamaður, fylgdist með fjölmörgum
húsum bernskunnar verða hrauni, ösku og eldi að bráð.
Hér er fólkið á Kirkjubæ í forgrunni, lífið og sumrin á sjötta og sjöunda áratugnum
þegar Edda var kúasmali og mjólkurpóstur og Bítlarnir og Rolling Stones slógu
taktinn í Eyjum, milli þess sem á dundu áföll og sorgir. Til Eyja geymir
minningar um stað sem í barnssálinni var miðja heimsins. Þar lifði fólk í
stórbrotinni náttúru sem gaf og tók á víxl, uns allt þetta hvarf skyndilega af
yfirborði jarðar, djúpt undir hraun."
Um þessa
líflegu mynd á bókarkápu segir Edda; "myndin var tekin við stofugluggann á húsi
ömmu. Efst í stiganum er Marý frænka mín, því næst Jóna systir, svo kemur Gerður
Pálma (sem rak verslunina Flóna í Reykjavík og var sumarstelpa á Kirkjubæ eins
og við systur) og neðst er ég sjálf."
Til EYJA
er fjórða bók Eddu en hinar þrjár eru Á Gljúfrasteini, Sólin kemur alltaf upp
á ný og Í öðru landi.
Útgefandi
er bókaforlagið JPV. Bókina má nálgast HÉR
Hér má heyra annað skemmtilegt viðtal við Eddu, í þættinum Mannlíf á RÚV 09.10.2013 Lengd 9:39 mín.
01.10.2013 06:22
Þór 100 ára.
9. september voru liðin 100 ár frá stofnun Íþróttafélagsins Þórs.
Stofnfundurinn var haldinn í húsinu Borg við Heimagötu, stofnfélagar voru alls 18
Í tilefni þessa merka afmælis hefur verið gefin út bókin;
Þeir sem vilja eignast
bókina geta haft samband við;
Guðna F. Gunnarsson
Sími: 698 2208
netfang: gfg@eyjar.is
- 1