Færslur: 2014 Febrúar
20.02.2014 18:49
Ásakvöld 2014
"ÁSAKVÖLD"
Í tilefni af 100 ára afmæli Ása í Bæ verður
efnt til tveggja söng- og vísnakvölda sem helguð eru lögum og söngtextum Ása:
·
Fimmtudagskvöldið
27. febrúar, kl.
21:00
Café ROSENBERG við
Klapparstíg
Athugið að bílastæðahús er gegnt Þjóðleikhúsinu við
Hverfisgötu.
·
Föstudagskvöldið
28. febrúar, kl. 21:00
Alþýðuhúsið í Vestmannaeyjum
"Ásabandið" mun flytja öll þekktustu lög
og ljóð Ása í Bæ, en gert er ráð fyrir að gestir syngi með og taki hraustlega undir. "Ásabandið"
skipa þeir Árni Johnsen (gítar, söngur), Örvar Aðalsteinsson (bassi), Ingi Gunnar Jóhannsson (gítar, söngur) og Georg Kulp (harmonikka).
Yfir vötnum svífur minningin um sams konar
afmælistónleika sem haldnir voru á sjötugsafmæli Ása í Norræna Húsinu fyrir
réttum þrjátíu árum; geisladiskur með upptökum m.a. af þeim tónleikum verður
boðinn til sölu á báðum stöðum ásamt tvöfölda geisladiskinum "Gaman
að vera til" sem inniheldur nær öll lög og texta Ása.
Það er full ástæða til að hvetja
Vestmannaeyinga og aðra unnendur laga og ljóða Ása í Bæ til þess að fjölmenna,
því saman getum við þannig búið til hina einu sönnu Eyjastemmningu !
Með vinsemd og tilhlökkun,
f.h. "Ásabandsins"
Ingi Gunnar Jóhannsson
- 1