Færslur: 2015 Október
21.10.2015 12:31
Eyjamaðurinn Snorri Jónsson gefur út 12 laga disk með eigin ljóðum.
Eyjamaðurinn Snorri Jónsson
hefur gefið út disk með 12 lögum sem samin hafa verið við ljóð hans, að auki er eitt erlent lag á plötunni.
Lagahöfundar eru Sæþór Vídó Þorbjörnsson, Geir Reynisson, Sigurður Óskarsson,
Sigurjón Ingólfsson, Leo Ólason og fl.
Ljóðabók með öllum ljóðunum fylgja diskinum með frásögnum höfundar um þau.
Umfjöllun Eyjafrétta um diskinn og viðtal við Snorra má sjá hér.
Að gerð disksins komu:
Söngur: Sunna Guðlaugsdóttir
og Sæþór Vídó.
Trommur: Birgir Nielsen.
Bassi: Kristinn Jónsson.
Gítarar: Gísli Stefánsson.
Orgel/Hammond: Þórir
Ólafsson.
Trompet: Einar Hallgrímur
Jakobsson.
Básúna: Heimir Ingi
Guðmundsson.
Saxafónar: Matthías
Harðarson.
Bakraddir: Gísli Stefánsson,
Jarl Sigurgeirsson, Sæþór Vídó og Þórir Ólafsson.
Útsetning: Gísli Stefánsson
og Sæþór Vídó.
Hljóðupptaka og -blöndun:
Gísli Stefánsson.
Mastering: Finnur Hákonarson.
Platan var tekin upp í Studió
Stefson, Skátastykki, Landakirkju og Klettshelli í Vestmannaeyjum.
Í Vestmannaeyjum fæst platan
í Geysla og hjá Snorra í síma 892-2741.
Á höfuðborgarsvæðinu er hægt
að nálgast plötuna hjá Guðna Friðriki í sími 698 2208 og í Álfaborg Skútuvogi 6.
NORNANÓTT er eitt af lögunum á þessum eigulega diski:
- 1