Færslur: 2016 Júní
09.06.2016 01:54
Tónlist Eyjakonu í Salnum 11. júní kl.16
Tónlist eftir Eyjakonuna
Guðrúnu Erlingsdóttur
flutt af Kór Ástjarnarkirkju
11. júní kl. 16:00
Kór Ástjarnarkirkju flytur tónlist eftir Eyjakonuna Guðrúnu Erlingsdóttur í útsetningum Matthíasar V. Baldurssonar í Salnum í Kópavogi laugardaginn 11.júní kl.16:00
Einnig verða flutt nokkur erlend lög sem hún hefur þýtt....
Allir velkomnir - Frítt inn !
Hljómsveitina skipa:Matthías V. Baldursson - kórstjórn og píanóFriðrik Karlsson - gítarÞorbergur Ólafsson - slagverkÞórir Rúnar Geirsson - bassi
Einsöngvarar:Guðrún ErlingsdóttirÁslaug Fjóla MagnúsdóttirBryndís Eva VilhjálmsdóttirKristjana Þórey ÓlafsdóttirKolbrún Shalini ÁrnadóttirSvava Halldórsdóttir
Hér má heyra eitt af lögum Guðrúnar:
08.06.2016 14:42
Áhugaverð ný Eyjaplata
Áhugaverð Eyjaplata með 10
nýjum lögum eftir 14 laga og textahöfunda frá vestmannaeyjum; Í skugga
meistara yrki ég ljóð! er að koma út.
Það er BEST, Bandalag Vestmanneyskra söngva- og tónskálda
sem stendur að útgáfunni.
Á Youtube síðu félagsins má
lesa eftirfarandi upplýsingar, ég leyfi mér að endurbirta þær hér:
"Platan inniheldur 10 ný Eyjalög
eftir 14 vestmanneyska laga- og textahöfunda. Nafn plötunnar vísar til meistara
eins og Oddgeirs Kristjánssonar, Ása í Bæ, Árna úr Eyjum og fleiri merkra laga-
og textasmiða sem hófu og skópu leikinn hvað Eyjalögin varðar.
Ein af
hugsanlegum ástæðum þess að dregið hafði úr þeirri grósku sem var í Eyjalögunum
um miðja síðustu öld kann að vera hræðsla laga- og textahöfunda við að vera
borin bornir saman við gömlu meistarana. Þessi plata sýnir að nútíma
vestmannaeyskir laga- og textahöfundar eru ekkert síðri og að lög þeirra eru
vel frambærileg í alla staði.
Laga- og
textahöfundar hafa mismikla reynslu af útgáfu en sumir þeirra eiga nú þegar
þjóðhátíðarlög eða hafa gefið út plötur með hljómsveitum sem þeir hafa starfað
í, en aðrir hafa ekki látið í sér heyra fyrr en nú.
Sendu
línu á best.eyjar@gmail.com ef þú vilt eignast plötuna."
Fyrsta lagið af plötunni sem fer í spilun:
SURTSEY
Lag og
texti: Sigurmundur Gísli Einarsson
Flytjendur: Árni Johnsen og Unnar Gísli
Sigurmundsson
Hljómsveitin Móberg
- 1