Færslur: 2018 Nóvember
27.11.2018 15:55
Saga Eyjapeyjans Gísla Steingrímssonar
Saga Eyjapeyjans Gísla Steingrímssonar
Saga Eyjapeyjans Gísla Steingrímssonar sýnir og sannar að veruleikinn getur verið lygilegri en nokkur skáldskapur. Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar sögu Gísla eins og honum einum er lagið; lesandinn sogast inní magnþrungna og grípandi frásögnina og fylgir Gísla í gegnum hvern lífsháskann af öðrum.
Sprellfjörug ævintýrasaga!
Bókin fæst hjá útgefanda: https://bjartur-verold.is/products/niu-lif
27.11.2018 15:16
Grænlandsför GOTTU VE 108
Áhugaverð ný bók eyjamannsins
Halldórs Svavarssonar:
Grænlandsför GOTTU VE 108
Umfjöllun í Morgunblaðinu sunnudaginn 25.nóvember 2018
Tengill HÉR
Grænlandsför Gottu VE 108
Höfundur: Halldór Svavarsson
Mótorbáturinn Gotta VE 108 fór
til Grænlands árið 1929, með ellefu manna áhöfn. Tilgangurinn var að fanga
sauðnaut, sem ætlað var að yrðu vísir að nýrri búgrein á Íslandi.
Þrátt fyrir að skipshöfnin
lenti oft í mikilli hættu og hremmingum, þar sem lítið mátti útaf bregða, þá
hepnaðist ferðin að mestu leiti vel og voru nautin höfð almenningi til sýnis á
Austurvelli í Reykjavík.
Meistaraleg frásögn Halldórs
Svavarssonar.
Verð 3.190 kr.
12.11.2018 00:05
Fréttabréf ÁtVR haustið 2018
Reykjavík 12.11.2018
Kæru félagsmenn Á.t.V.R.
Síðasti aðalfundur
félagsins var haldinn 15. apríl 2018 í Kópavogsskóla
við Digranesveg. Að hefðbundnum aðalfundarstörfum loknum flutti Ólafur Sæmundsson erindi: Ólafur Sæmundsson, sögumaður að
vestan, með sterka tengingu við Eyjar. Hann sagði frá afa sínum og ömmu; presthjónunum á Ofanleiti,
séra Halldóri Kolbeins og frú Láru.
Regína Ósk Óðinsdóttir söng nokkur lög og Anton Rafn
Gunnarsson lék með á gítar.
Gunnhildur Hrólfsdóttir var einnig á staðnum með bók sína "Þær
þráðinn spunnu" fundargestum til kynningar og sölu.
Vetrarstarf félagsins
veturinn 2018-2019
Aðventukvöld: Fimmtudaginn 6. desember
kl.20:00
í Seljakirkju. Ólafur Jóhann
Borgþórsson sóknarprestur tekur þar á móti okkur eins og hann hefur gert
undanfarin ár.
Bergþóra Þórhallsdóttir segir frá æskuminningum sínum tengd
jólum í Vestmannaeyjum.
Gísli Helgason, Þórólfur Guðnason og Herdís Hallvarðsdóttir
spila og stjórna samsöng
Á eftir munum við svo vonandi eiga góða
spjallstund saman í safnaðarheimilinu og gæða okkur á heitu súkkulaði/kakói og
smákökum.
Goskaffi: Sunnudaginn 27.janúar frá kl 14:30-17:00 í Restaurant Reykjavík, Vesturgötu 2.
Bílastæðahús er á horni Vesturgötu og Garðastrætis. Ekið inn frá Mjóstræti.
Ath. að þessu sinni er Goskaffið á annarri hæð hússins í "Gráa salnum". Því
miður er ekki lyfta.
Gestum verður boðið upp á flatköku með
hangikjöti og kökusneið á kr 1.650 pr mann og kaffi verður á
borðum. "Líf og líðan í eldgosi". Guðrún Erlingsdóttir, blaðamaður ræðir líf og
líðan íbúa í Vestmannaeyjum í eldgosinu 1973. Upplifanir íbúa og þau áföll sem
þeir urðu fyrir.
Greiðsla á árgjaldi:
Árgjaldið mun birtast í heimabanka félagsmanna
en þeir sem vilja fá gíróseðil sendan í pósti eru vinsamlegast beðnir um að
senda tölvupóst á eyjarnar@gmail.com eða
hafa samband við stjórnarmeðlimi.
Breytt netföng eða heimilisföng:
Á heimasíðu félagsins er tengill merktur "Gerast félagi í ÁtVR eða breyta skráningu".
Þar geta félagar breytt og uppfært upplýsingar
um sig í félagaskránni.
Eins er hægt að senda tölvupóst á eyjarnar@gmail.com og
hafa samband við stjórnarmeðlimi til að tilkynna breytt netfang/heimilisfang.
Einnig biðjum við félaga um að senda póst ef þeir vilja koma með hugmyndir að
starfi félagsins.
Við vonumst við til að sjá sem flesta á
uppákomum félagsins í vetur og minnum um leið á heimasíðuna og fésbókarsíðuna
okkar þar sem hægt er að fylgjast með starfseminni hverju sinni:
Við biðjumst
velvirðingar á því hve fréttabréfið berst ykkur seint.
Bestu kveðjur.
Fyrir hönd stjórnar Á.t.V.R
Inga Jóna Hilmisdóttir, formaður
- 1