Færslur: 2019 Mars
04.03.2019 03:36
Afmælistónleikar ÁtVR 25 ára
Átthagafélag
Vestmannaeyinga varð 25 ára
13. febrúar síðast
liðinn og af því
tilefni verður slegið upp skemmtikvöldi. BLÍTT OG LÉTT hópurinn frá
Vestmannaeyjum mun skemmta félagsmönnum og öðrum gestum í Akógessalnum Lágmúla 4 laugardaginn
9. mars n.k.
Húsið opnar kl. 20 og hópurinn kemur fram um kl.21 og spilar og syngur
með okkur til kl. 23.
Eyjalögin fallegu í bland við aðra sígilda söngva.
Söngtextar verða á skjá svo allir geta sungið með.
Húsið verður opið
til miðnættis.
Lyfta er í húsinu og gott aðgengi.
Við hvetjum ykkur til að mæta og syngja með, hér syngur hver með sínu nefi.
Afmælisskemmtun að hætti okkar Eyjamanna.
Félagsmenn ÁtVR fá frítt inn á þennan afmælisfagnað en aðrir gestir greiða 1000 kr.
Á staðnum verður opinn
bar þar sem seldur verður bjór, léttvín og gos á sanngjörnu verði.
- 1