Færslur: 2021 Janúar

19.01.2021 23:00

Goskaffi fellur niður 2021

Heimaey

Mörg undanfarin ár hefur Átthagafélag Vestmannaeyinga á Reykjavíkursvæðinu - ÁtVR, haldið svokallað Goskaffi í kringum 23. janúar. Þar hafa félagsmenn ásamt gestum komið saman til að þakka giftusama björgun á fólki í Heimaeyjargosinu 1973. Af því tilefni höfum við drukkið ilmandi kaffi og gætt okkur á gómsætu meðlæti. Margir hafa komið og flutt fróðleg og skemmtileg erindi og enn aðrir hafa skemmt með tónlist af ýmsu tagi. Alltaf hefur verið gaman að koma saman og hitta gamla og nýja kunningja, fyrrum nágranna, vinnu og eða skólafélaga.
Því miður vegna aðstæðna í þjóðfélaginu sem ekki verður við ráðið en allir þekkja, verðum við að fella Goskaffið niður þetta árið. Vonandi getum við tekið upp þráðinn aftur að ári.
Með bestu kveðjum,
stjórn ÁtVR

Heimaeyjargosið 1973  • 1
Flettingar í dag: 163
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 158
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 876093
Samtals gestir: 158641
Tölur uppfærðar: 30.7.2021 11:24:50