30.07.2013 00:04

Undurfagra ævintýr

Árni úr Eyjum - Árni Guðmundsson frá Háeyri


Undurfagra ævintýr - aldarminning Árna úr Eyjum


Á dagskrá Ríkisútvarpsins rásar 1 kl. 14:00 mánudaginn 5. ágúst.


Efni þáttarins er aðallega fengið frá Hafsteini G. Guðfinnssyni sem hefur fundið til ýmsar heimildir um Árna Guðmundsson frá Háeyri í Vestmannaeyjum.

Í þættinum segir Hafsteinn frá lífshlaupi Árna úr Eyjum.

Hann skoðar skáldskap hans og rekur vináttu þeirra Árna og Oddgeirs Kristjánssonar, en kornungir menn sórust þeir í fóstbræðralag að fornum hætti.

Fluttir verða textar Árna aðallega við lög Oddgeirs Kristjánssonar.

Flytjendur: Sönghópur ÁtVR undir stjórn Hafsteins Guðfinnssonar.

Birtar eru hljóðritanir af tónleikum sönghópsins, sem ekki hafa heyrst áður.


Þá verða flutt lög og textar sem sjaldan heyrast nú.


Aðrir flytjendur:

Guðmundur Jónsson, Diddú, Tríó Glóðir, Ársæll Másson, Birgir Hrafn Hafsteinsson,
Gísli Helgason, Hilmar Sverrisson, Leifur Geir Hafsteinsson, Þórólfur Guðnason og Sigurður Guðmundsson (Siggi á Háeyri), bróðir Árna úr Eyjum.

Þess má geta að í upphafi þáttarins heyrist rödd Árna úr Eyjum frá því í október 1946.

23. júní síðastliðinn afhentu afkomendur Árna Skjalasafni Vestmannaeyja handrit Árna.

Umsjón með þættinum hefur Gísli Helgason.Hér má hlusta á þáttinn í Sarpi Ríkisútvarps:

http://www.ruv.is/sarpurinn/undurfagra-aevintyr-aldarminning-arna-ur-eyjum/05082013-0

Flettingar í dag: 66
Gestir í dag: 2
Flettingar í gær: 131
Gestir í gær: 5
Samtals flettingar: 40091
Samtals gestir: 2729
Tölur uppfærðar: 15.8.2022 02:43:09