21.04.2017 14:30

Fyrirlestur 3. hluti - "Lifað með náttúrunni í Eyjum"


Námskeið um Vestmannaeyjar - 3. hluti
Í Hæðargarði 31, 25. apríl kl. 17:15

 Þá er komið að þriðja og síðasta fyrirlestrinum í námskeiði um Vestmannaeyjar  "Lifað með náttúrunni í Eyjum" Helga Hallbergsdóttir og Hrefna Valdís Guðmundsdóttir segja sögu sex atorkukvenna á 20. öld.
Ef litið er yfir sögur fyrri tíma mætti ætla að í Vestmannaeyjum hefðu eingöngu búið karlmenn. Grunnur að þeirri velmegun sem við búum við í Eyjum í dag er þó ekki síður að þakka vinnusemi, fórnfýsi og þrautseigju  þeirra kvenna sem lifðu og dóu í Eyjum. 
Helga Hallbergsdóttir sem er með hagnýta menningarmiðlun og Hrefna Valdís Guðmundsdóttir, þjóðfræðingur, bregða ljósi á líf og starf sex kvenna  - ekki bara í baráttu heldur líka í náinni samvinnu við náttúruna. Óvíst er hvor þeirra flytur fyrirlesturinn.

Minnum á ferðina til Vestmannaeyja 14. maí.   Sjá nánar hér.

Staður og stund: Þriðji og síðasti fyrirlesturinn í námskeiðinu um Vestmannaeyjar verður í Hæðargarði 31 kl 17:15. 

Vinsamlegast skráið þátttöku hér:  SKRÁ MIG HÉR. 


Athugið þáttakan kostar 500 kr.  Flettingar í dag: 121
Gestir í dag: 2
Flettingar í gær: 131
Gestir í gær: 5
Samtals flettingar: 40146
Samtals gestir: 2729
Tölur uppfærðar: 15.8.2022 03:30:27