Færslur: 2008 Nóvember

23.11.2008 13:43

Vel heppnuð Eyjabóka-messa.
Þökkum öllum sem tóku þátt Eyjabóka-messu á vegum félagsins
í Mjóddinni laugardaginn 22. nóvember.

Sérstaklega Maríu Ásgeirsdóttur í Eymundsson sem aðstoðaði okkur við að skipuleggja messuna, útgefendum og höfundum sem mættu á svæðið, lásu upp úr bókum sínum og árituðu. Bakarameistaranum fyrir þeirra framlag, Sönghóp ÁtVR sem flutti nokkur lög undir stjórn Hafsteins Grétars Guðfinnssonar og síðast en ekki síst þeim Eyjamönnum og öðrum sem áttu heimangengt og litu við.

Hafið öll kærar þakkir.

Þar sem þetta lukkaðist vel, þá er aldrei að vita nema eitthvað þessu líkt verði endurtekið seinna meir ef tilefni gefst til.

Myndir frá uppákomunni eru komnar í albúm.

Sönghópur verður svo í jólastuði á síðustu æfingunni fyrir jól 4. Desember.
Eyja-aðventukvöld í Seljakirkju 11. Desember.
(nánar auglýst hér á síðunni er nær dregur)

Stjórnin.

15.11.2008 14:02

Eyjabóka-messa og söngur.

Í samvinnu við Eymundsson og útgefendur stendur
 
átthaga
félagið  fyrir Eyjabóka-messu í Mjóddinni við Álfabakka,

laugardaginn 22. Nóvember frá kl. 13.00-16.00 

 

Eftirtaldar bækur sem tengjast Eyjum og eru að koma út um þessar mundir
verða í sviðsljósinu og 
veittur verður  20%  afsláttur á þessum bókum 
til allra Eyjamanna sem mæta.
 

Kl. 13.00 Flóttinn frá Heimaey, Óttar Sveinsson  (Útkall)

Flóttinn frá Heimaey á hljóðbók (Hljóðbók ehf, Gísli Helgason og Herdís Hallvarðsdóttir)

Edda týnist í Eldgosinu, sönn saga  úr Heimaey, Herdís Egilsdóttir/Edda Heiðarsdóttir (Útkall) 

Kl. 14.00 Sönghópur ÁtVR  flytur nokkur lög undir stjórn Hafsteins Grétars Guðfinnssonar 

Kl. 14.30 Stebbi Run, Annasamir dagar og ögurstund, æfiminningar Stefán Runólfssonar,
Óskar Þór Karlsson, skráði. (Hólar)

Kl. 15.00 Lubbi Lundi, ljúf barnasaga með teikningum eftir Brian Pilkinton. (Mál og Menning)

Kl. 15.30 Lundinn , Jóhann Óli Hilmarsson (Forlagið Mál og Menning)

Tímasetning eða annað gæti breytst eitthvað lítilsháttar og uppfærum við það á síðuna ef vitað er fyrirfram, annars tökum við því bara með jafnaðargeði eins og við erum vön.
BAKARAMEISTARINN Í MJÓDD
BÝÐUR EYJABÓKA-MESSU TILBOÐ:
SÚKKULAÐI OG TERTUSNEIÐ með 30% afslætti.
Auk þess mörg önnur tilboð fáanleg.Vonumst til að sjá sem flesta Eyjamenn
Glaða og hressa í Mjóddinni.

Látið endilega þessar upplýsingar  berast
til allra Eyjamanna

Eyja-aðventukvöld verður með séra Ólafi í Seljakirkju 11. Desember.
(nánar auglýst síðar)


 Stjórnin
      

15.11.2008 11:05

Næsta söngæfing.

Næsta söngæfing er fimmtudagskvöldið
20. Nóvember
kl: 20.00-22.00Við erum í sal Kiwanisklúbbs Eldeyjar Smiðjuveg 13a (gul gata) Kópavogi.
Sjonni mætir kl. 19.45 og opnar húsið.

Gjaldið er kr. 600.- fyrir hvert skipti.
(vinsamlegast athugið að við getum ekki tekið á móti debet/kreditkorti)

Innifalið kaffi/te í hléi og frábær félagsskapur allt kvöldið.

Gott að taka með sér inniskó förum ekki á útiskóm inn í salinn

Félagar, takið kvöldið frá og syngið með okkur !

Sjáumst Glöð og hress!!
Sönghópur ÁtVR.

09.11.2008 14:52

Sungið fyrir Ásu Torfadóttur

Laugardaginn 8. nóvember fór Sönghópur ÁtVR
í heimsókn til Ásu Torfadóttur á Grund við Hringbraut
þar sem við sungum Eyjalög fyrir Ásu og annað heimilisfólk
í eftirmiðdagskaffinu.

 

Ása á ættir að rekja til Eyja og tengist gerð fjölmargra Eyjalaga og Þjóðhátíðarlaga í gegnum mann sinn Árna úr Eyjum
(Árna Guðmundsson frá Háeyri),
en hann samdi fjölmarga texta við lög Oddgeirs Kristjánssonar.

 

Þessir textar eru okkur í sönghópnum (og mörgum fleiri) einkar kærir og hafa gefið Eyjamönnum margar ánægjustundir.

Því þótti okkur við hæfi að heimsækja Ásu og syngja fyrir hana og endurgjalda þannig á okkar hátt þá ánægju sem við höfum haft af lögum og textum frá liðinni tíð.


Það var virkilega gaman að hitta þessa yndislegu konu

og eiga með henni þessa samverustund.

Sönghópur ÁtVR.                                                            Ása TorfadóttirFleiri myndir frá Grund í albúmi.

02.11.2008 13:25

Næsta söngæfing!

Næsta söngæfing er
fimmtudagskvöldið 6. Nóvember
 
kl. 20.00-22.00

 

Við erum á sama stað og sl. vetur,
í sal Kiwanisklúbbs Eldeyjar Smiðjuveg 13a (gul gata) Kópavogi

Sjonni mætir kl. 19.45 og opnar húsið.

 

 

Gjaldið er kr. 600.- fyrir hvert skipti.

(vinsamlegast athugið að við getum ekki tekið á móti debet/kreditkorti)

 

Innifalið kaffi/te í hléi og frábær félagsskapur allt kvöldið.

 

Gott að taka með sér inniskó förum ekki á útiskóm inn í salinn

 

Félagar, takið kvöldið frá og syngið með okkur !


Sjáumst kát og hress!! 
Sönghópur ÁtVR. 

02.11.2008 10:53

Handverksmarkaður fellur niður.

Vegna ónógrar þátttöku á handverksmarkaðinn sem fyrirhugaður var
8. nóvember, sér stjórn félagsins sér ekki annað fært

en að fella hann niður að sinni.

Erum að sjálfsögðu tilbúin að aðstoða Eyja handverksfólk
að koma saman á Reykjavíkursvæðinu við annað tækifæri.


Við erum að skoða aðra uppákomu fljótlega.
Kemur í ljós öðruhvoru megin við næstu helgi, hvort af verður.
 
Svo um að gera að fylgjast með heimasíðunni. emoticon

Stjórnin.

  • 1
Flettingar í dag: 38
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 190
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 28307
Samtals gestir: 1895
Tölur uppfærðar: 26.5.2022 02:45:44