Færslur: 2009 Febrúar

22.02.2009 11:57

Aðalfundur 2009

 
Félagið heldur sinn 15. aðalfund í sal Kiwanisklúbbsins Eldeyjar,

Smiðjuvegi 13a, (gul gata) Kópavogi.


Sjá kort:
 
http://ja.is/kort/#q=index_id%3A145111&x=360948&y=404327&z=9


Sunnudaginn 8. Mars, kl. 15.00

 

Á dagskrá,  auk venjulegra aðalfundarstarfa:

Pétur O. Heimisson, ættaður frá Eyjum og nemandi í Söngskólanum í Reykjavík mun koma og syngja fyrir okkur.

"Kirkjubæjardagar" Edda Andrésdóttir, segir frá.

Sönghópur ÁtVR flytur nokkur lög undir stjórn Hafsteins Grétars Guðfinnssonar.


            Glæsilegt kaffihlaðborð í umsjá sönghóps kr. 1000.- per mann

             Vinsamlegast athugið að ekki er tekið á móti debet/kreditkortum.

Fundarboð ætti að berast í pósti til félagsmanna um miðja vikuna.


Netfangið þitt!

Þeir félagar sem ekki eru að fá netpóst, sendið okkur ný/breytt netföng.

Töluvert ber á villumeldingum á áður uppgefnum netföngum.

Eins og áður hefur komið fram og samþykkt hefur verið á aðalfundi,

eru þau eingöngu notuð til að minna á og láta vita með stuttum fyrirvara þegar eitthvað skemmtilegt og fróðlegt er í gangi á vegum og/eða í samvinnu við félagið.

Netföng sendist á atvreyjar(hjá)gmail.com

Stjórnin.

15.02.2009 10:25

Palli Steingríms býður í bíó.

 

 

Palli Steingríms hefur lokið við tvær myndir í viðbót og býður félagsmönnum og öðrum Eyjamönnum sem hafa tíma og áhuga að koma á frumsýningu.

 

Fyrri myndin heitir "5. Heimsálfan " og fjallar um skarfinn um allan heim.

Síðari myndin heitir "Undur vatnsins" og segir frá glímu hans við að fanga vatnið í mynd í sínu margbreytilega formi.

 

Frumsýningin verður í sal 3 í Háskólabíó, föstudaginn 20. febrúar kl. 15.30

Sýningin á myndunum tekur um 80 mínútur.

 

Látið berast til Eyjamanna.

 

09.02.2009 21:21

Aðalfundur 2009


Aðalfundur félagsins verður haldinn
sunnudaginn 8. mars kl. 15.00
í sal Kiwanisklubbsins Eldeyjar,
Smiðjuvegi 13a, Kópavogi.


Dagskrá fundarins auglýst nánar þegar nær dregur, m.a. í bréfi sem sent verður félagsmönnum.


02.02.2009 00:28

Til gamans....

Myndband með umfjöllun um Vestmannaeyjar og lundann
á vefsíðu National Geographichttp://news.nationalgeographic.com/news/2008/12/081205-puffins-video-wc.html?source=rss

  • 1
Flettingar í dag: 76
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 190
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 28345
Samtals gestir: 1895
Tölur uppfærðar: 26.5.2022 03:31:16