Færslur: 2009 Mars

23.03.2009 22:57

Stuðningur við knattspyrnudeild ÍBVStuðningur við knattspyrnudeild ÍBV

 

Ágæti Eyjamaður!

 
Þessa dagana stendur yfir átak til þess að safna stuðningsmönnum fyrir  knattspyrnulið ÍBV sem mun keppa í efstu deild í sumar. Ástæða þessa er að stærstu styrktaraðilar ÍBV hafa hætt stuðningi sínum við félagið og því verður að finna ný ráð til að fjármagna starfsemina. Þess vegna leitum við til þín.

 

Hugmyndin er að fá velunnara félagsins til að styðja við fótboltann í Eyjum með reglulegum fjárframlögum og gera rekstur deildarinnar þar með auðveldari. Lágmarksframlag er 1250 krónur á mánuði en hærri framlög eru að sjálfsögðu móttekin með þökkum. Þáttakendur fá árskort á heimaleiki liðsins og ÍBV treyju fyrir stuðninginn. Allir þeir peningar sem safnast á þennan hátt verða notaðir í starf knattspyrnuráðs ÍBV.

 

Knattspyrnuráðið ÍBV hefur nú verið skipað. Sigursveinn Þórðarson er formaður og með honum í Eyjum eru Örn Hilmisson, Grétar Ómarsson, Sigurbergur Ármannsson, og Bergur Páll Kristinsson. Í Reykjavík starfa fyrir ráðið þeir Gestur Magnússon, Jóhann Sveinn Sveinsson og fleiri.

 

Til að skrá sig í stuðningsmannaklúbbinn þarf að fylla út sérstakt eyðublað
sem þið finnið á eftirfarandi link : nýskránig+í+félagið

Fylla þarf út eyðublaðið og senda það á netfangið bergur.hulda(hjá)simnet.is eða hafa samband við Guðnýju Óskarsdóttur gudnyo(hjá)internet.is sem er formaður Stuðningsmannaklúbbsins í síma 698-1623.
Einnig er hægt að hafa samband við Hildi K. Oddgeirsdóttur í síma 699-7577 eða
á netfang hildurko(hjá)simnet.is.
Fólk getur hætt stuðningi þegar því hentar með því að láta þessa aðila vita.

 

Við hvetjum þig til að láta þetta erindi berast til stuðningsmanna ÍBV á fastalandinu. Eyjamenn, sjáumst á vellinum í sumar og hvetjum okkar lið.

 

                                                            Stuðningsmenn ÍBV

11.03.2009 22:48

Aðalfundurinn


Dýrindis kræsingar á borðum.
(fleiri myndir í albúmi)


Aðalfundur 2009

Aðalfundurinn, vel heppnaður í alla staði og sá fjölmennasti í  langan tíma, var haldinn í sal Kiwanisklúbbsins Eldeyjar, sunnudaginn 8. Mars s.l.

 

Að venjulegum aðalfundarstörfum loknum, fór Hildur Oddgeirsdóttir í "pontu".  Hún talaði um ÍBV og hvatti aðalfundargesti til þess að vera duglega að sækja leiki þeirra uppi á landi á komandi sumri.

 

Því næst söng Pétur O. Heimisson nokkur lög við undirleik Krystynu Cortes á píanó.  Hann stóð sig mjög vel.  Það verður gaman að fylgjast með þessum unga manni í framtíðinni.
 
Edda Guðrún Andrésdóttir, kom, sá og sigraði með skemmtilegri frásögn sinni sem hún nefndi "Kirkjubæjardagar"

 

Stefán Runólfsson kynnti hugmynd hans og Sigmunds Jóhannssonar  um "safnasetur" í húsnæði Fiskiðjunnar og Ísfélagsins.  Þar yrðu til húsa Náttúrugripasafn, Byggðasafn og Frysti iðnaðarsafn.  Svæðið milli húsanna yrði yfirbyggt og þar, ásamt því að í húsunum, yrði komið fyrir ýmsum verslur- og þjónustukjörnum.

 

Sönghópur ÁtVR söng nokkur lög, undir dyggri stjórn Hafsteins Grétars Guðfinnssonar. Ásamt því að hann lék undir á gítar, spiluðu Gísli Helgason á blokkflautu og Þórólfur Guðnason á bassa. Þeir tveir síðastnefndu eru orðnir fastir meðlimir sönghópsins.  Það er mikill fengur að fá þá tvo til liðs við hópinn.

 

Að þessu sinni sá sönghópurinn alfarið um allar veitingarnar undir stjórn "tertumálaráðherra" félagsins, Hildar Kristjönu Oddgeirsdóttur. Það var gert með glæsibrag og nutu allir dýrindis kræsinga sem söngfélagar höfðu útbúið. Ágóði af veitingasölunni rennur í sjóð sönghópsins sem ætlaður er til hugsnalegar CD-útgáfu eða annars sem upp kann að koma t.d. móts eins og þess sem hópurinn sótti á Särö haustið 2007.

                     

Fundarstjóri var Birna Ólafsdóttir og gerði það skipulega og af "skörungsskap" eins og hennar

var von og vísa.
 
Við þökkum öllum fyrir komuna og þá ekki síst því frábæra fólki sem fram kom og lögðu  lið til að gera stundina eftirminnilega.

 

Fjórir fyrrum stjórnarliðar gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu, þau Hrafnhildur Hlöðversdóttir, Marta Hallgrímsdóttir, Sigurjón Sigurjónsson og Vignir Sigurðsson.
Félagið þakkar þeim vel unnin störf undanfarin ár.                                           

 

Þau sem gáfu kost á sér í þeirra stað eru Inga Jóna Hilmisdóttir, Jóhanna Hermannsen, Ólafur P. Hauksson og Sigrún Elíasdóttir og eru þau hér með boðin velkomin til starfa.

  

Stjórn átthagafélagsins 2009: 
Bjarney Magnúsdóttir 
Elías Stefánsson 
Guðni Friðrik Gunnarsson 
Guðný Helga Guðmundsdóttir 
Inga Jóna Hilmisdóttir
Jóhanna Hermannsen  

Ólafur Pétur Hauksson                              

Sigrún Elíasdóttir
Sigurjón Guðmundsson 

Tónlistarstjóri: 
Hafsteinn Grétar Guðfinnsson
   

                              

  • 1
Flettingar í dag: 299
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 190
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 28568
Samtals gestir: 1898
Tölur uppfærðar: 26.5.2022 17:09:38