Færslur: 2010 Júní

30.06.2010 00:26

Gísli Helgason og hljómsveit.

Bætt við 25. júlí 2010

ATH!
Þessi upptaka var aðeins í boði í u.þ.b. mánuð, nú hefur hún verið fjarlægð af vef útvarpsins!


Hér
má heyra upptökur RÚV frá

Alþýðu- og heimstónlistarhátíðinni "Reykjavik Folk Festival" í vor,

þar sem Gísli Helgason og hljómsveit flytja sína yndislegu tónlist.

Smelltu hér til að hlusta.

Flutt á rás 1 í Rúv, 22. júní 2010

____________________

11.06.2010 22:37

Sölvaferð 11. júlí 2010

Sölvaferð 11. júlí 2010

                            

 

Farið að Reykjanesvita í sölvafjöru. (Sjá kort). Góð þátttaka var í ferðina í fyrra því er leikurinn endurtekinn 11. júlí næstkomandi. Reiknað er með fjöru við vitann kl. 12:00 þá er gott að vera komin á staðinn. Hver og einn kemur með sinn útbúnað til sölvatínslu s.s. léreftspoka undir sölina, stígvél og nesti.
Að sjálfsögðu klæða sig allir eftir veðri.


Leiðbeiningar að Reykjanesvita.

Hlusta á viðtal Gísla Helgasonar við Hörð Baldvinsson um sölvatínslu, tekið 25. júlí 2009.


Myndir frá sölvaferð á síðasta ári. 1

Myndir frá sölvaferð á síðasta ári. 2  

Fróðleikur um SÖL á vefnum Heimaslóð._____________________________

11.06.2010 22:35

Fjölskyldugrill 2010

Fjölskyldugrill 2010
19. júní kl. 16:00 
                       

Grill

 

Þann 19. júní kl. 16:00 verður árlegt fjölskyldugrill félagsins haldið við Gufunesbæ í Grafarvogi. (Sjá kort). 
Þar er frábær aðstaða sem hentar okkur mjög vel. Boðið er upp á klifur fyrir börnin í Gufunesbæ, hægt að fara í strandblak og Folf, en Folf er spilað með frisbí diskum og gilda sömu leikreglur og í golfi.

Félagsmenn koma sjálfir með það sem þeir vilja grilla og drekka  en ÁtVR sér um kol og borðbúnað.  
Við hvetjum félagsmenn til að fjölmenna í grillið og taka börn og barnabörn með sér.

Myndir frá grillinu 2009.

Fleiri myndir frá grillinu 2009.    
_____________________________

01.06.2010 16:18

Pistill frá formanni ÁtVR

Kæru félagar.


Aðalfundur félagsins var haldinn 22 apríl s.l. í Kíwanishúsinu í Kópavogi. Góð mæting var á fundinn. Auk venjulegra aðalfundastarfa flutti  Einar Gylfi Jónsson skemmtileg minningarbrot frá unglingsárunum við Urðarveg og Rósalind Gísladóttir söng við undirleik Antoníu Hevesi. Að sjálfsögðu tók sönghópur Át.V.R. lagið og voru kaffiveitingar einnig á vegum sönghópsins.


Ný stjórn var kosin á fundinum en hana skipa , Bjarney Magnúsdóttir formaður, Guðni Friðrik Gunnarsson varaformaður, Sigurjón Guðmundsson gjaldkeri, Inga Jóna Hilmisdóttir ritari og meðstjórnendur eru Elías W Stefánsson , Guðný Helga Guðmundsdóttir, Sigrún Elíasdóttir, Jóhanna Hermansen og  Ólafur Jóhann Borgþórsson.


Mjög líflegt starf hefur verið hjá sönghópnum í vetur undir styrkri stjórn Hafsteins Grétars Guðfinnssonar. Sönghópurinn gaf út geisladiskinn "Í æsku minnar spor" á síðasta starfsári og hefur hann fengið góðar viðtökur.

Sönghópurinn hefur komið fram átta sinnum á starfsárinu við hin ýmsu tækifæri. Hápunkturinn á söngárinu voru tónleikar í Eyjum þann 1. maí s.l. sem haldnir voru í Kíwanishúsinu. Aðsókn á tónleikana fór fram úr björtustu vonum og létu sumir  tónleikagestir  sig hafa það að standa alla tónleikana, þar sem fullt var út úr dyrum. Viðtökur tónleikagesta voru frábærar og fékk sönghópurinn mjög jákvæða umfjöllun í Fréttum að þeim loknum.


Að loknum skemmtilegum vetri í starfsemi félagsins tekur sumarið við.
Eins og undanfarin sumur gefum við okkur tækifæri til þess að eiga góðra vina fundi.

Þann 19 júní kl: 16:00 verður hið árlega fjölskyldugrill félagsins. Að þessu sinni verður það haldið við Gufunesbæ í Grafarvogi. Þar hefur ÍTR komið upp frábærri útivistaraðstöðu og sal sem hentar okkur mjög vel. Í Gufunesbæ  verður boðið upp á klifur fyrir börnin.
Einnig er hægt að fara í strandblak og Folf, en Folf er spilað með frisbí diskum og gilda sömu leikreglur og í golfi.

Félagsmenn koma sjálfir með það sem þeir vilja grilla og drekka  en ÁtVR sér um kolin á grillið svo og borðbúnað.  
Við hvetjum félagsmenn til að fjölmenna í grillið og taka börn og barnabörn með sér.


Síðasta sumar var boðið upp á sölvaferð við Reykjanesvita. Góð þátttaka var í ferðina og viljum við því endurtaka leikinn þann 11 júlí næstkomandi. Reiknað er með fjöru við vitann kl 12:00 og er þá gott að vera komin á staðinn. Hver og einn kemur með sinn útbúnað til sölvatínslu s.s. léreftspoka undir sölina, stígvélin og nesti. Að sjálfsögðu verða allir að klæða sig eftir veðri.


Síðastliðinn vetur sýndi Leikfélag Vestmannaeyja gamanleikinn "Fullkomið brúðkaup" -  bráðskemmtilegt leikrit um það, sem getur gerst þegar menn passa sig ekki nógu vel í "Steggja-partýinu"    Aðsókn heima í Eyjum var mjög góð og almenn ánægja með sýninguna.  Nú ætla Leikfélagsmenn - og konur - að gefa okkur sem búum uppi á landi tækifæri til þess að sjá sýninguna.  Sýnt verður í Loftkastalum  föstudaginn 11.06  kl. 20,00  og laugardaginn 12. 06  kl. 18,00  -  Þess má geta að þann 10.  ágúst n.k.  eru 100 ár liðin frá stofnun Leikfélagsins.

Við hlökkum til að sjá sem flesta á viðburðum sumarsins og óskum félagsmönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegs sumars.


Fyrir hönd stjórnar ÁtVR.

Bjarney Magnúsdóttir

Formaður.

  • 1
Flettingar í dag: 213
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 190
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 28482
Samtals gestir: 1898
Tölur uppfærðar: 26.5.2022 16:04:51