Færslur: 2012 Júlí

25.07.2012 14:13

Heimaklettur

Hofið


Stofnaður hefur verið Facebook-hópur sem ætti að höfða til félaga í ÁtVR. 

Nefnist hópurinn HEIMAKLETTUR og eins og þar stendur er tilgangurinn að "safna saman á einn stað öllu því er lýtur að Vestmannaeyjum (myndum sögum og öllum þeim fróðleik sem hugsast getur)"

Hér er tengill á hópinn:    https://www.facebook.com/groups/166156446851821/
18.07.2012 17:51

Útgáfutónleikar Dans á rósum.

Tilboð til félaga í ÁtVR:


ÚTGÁFUTÓNLEIKAR og UPPHITUNARDANSLEIKUR

laugardagskvöldið 21. júlí, kl. 22:00 

á skemmtistaðnum SPOT, Bæjarlind 6 í Kópavogi.

Dans á rósum
Vestmannaeyja hljómsveitin DANS Á RÓSUM  
býður félögum ÁtVR 50% afslátt af miðaverði á
ÚTGÁFUTÓNLEIKA og UPPHITUNARDANSLEIK fyrir þjóðhátíð.

Á tónleikunum verða flutt lög af nýútkominni plötu sveitarinnar, en platan spannar feril hljómsveitarinnar frá 2000 - 2012. Að tónleikum loknum verður UPPHITUNARDANSLEIKUR fyrir þjóðhátíð.


TILBOÐ til félaga í ÁtVR: Tónleikar og dansleikur kr. 1.000.-

Almennt verð fyrir tónleika og dansleik er kr. 2.000.-

Diskurinn verður á sérstöku tilboði þetta kvöld!


ATHUGIÐ:    Tónleikarnir hefjast kl. 22:00Dans á rósum

05.07.2012 00:56

Sölvaferð

Það stefnir í góða þátttöku í 

Sölvaferð ÁtVR 

miðvikudaginn 11. júlí 2012

Skráningarfrestur framlengdur til
 10. júlí.

Skráning á heimasíðu ÁtVR eða [email protected] Miðvikudaginn 11. júlí kl. 17:30 verður farið með rútu í boði félagsins,  

frá Mjódd, Álfabakka 8, (bílastæði við Bíóborgina).


Eins og í fyrri ferðum verður haldið 
að Reykjanesvita (kort)
þar sem
 
aðstæður eru ágætar til sölvatínslu 
og aðgangur flestum fær.


Til að tryggja öllum sæti í rútunni er 
nauðsynlegt að skrá sig 
fyrir 10. júlí 

á heimasíðu ÁtVR eða [email protected]

 

Hver og einn kemur með sinn útbúnað til sölvatínslu t.d. léreftspoka undir sölina, hníf, stígvél og hanska. Þar sem ferðin getur tekið um 4 klst. er rétt að taka með sér nesti.Snjallt er að tína sölina fyrst í plastkörfu svo sjórinn renni vel af henni áður en hún er sett í léreftspoka, sem verður þá mun léttari í burði.
 

Að sjálfsögðu klæðir fólk sig eftir veðri, og er við öllu búið!


ATHUGIÐ! 
       Verði óhagstætt veður
                       getur ferðin verið felld niður.


Reiknað er með lágfjöru við vitann kl. 18:06


Kort af Reykjanesi á ja.is


Leiðbeiningar að Reykjanesvita á Word skjali.


Fróðleikur um SÖL á vefnum Heimaslóð.


Nokkrar myndir frá fyrri sölvaferðum.

 

  • 1
Flettingar í dag: 213
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 190
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 28482
Samtals gestir: 1898
Tölur uppfærðar: 26.5.2022 16:04:51