Færslur: 2013 Júní
12.06.2013 17:05
Blokkflautuskáld í 50 ár.
Spilað í 50 ár -
Gísli Helgason blokkflautuskáld
50 ár eru liðin síðan Gísli Helgason, hóf
sinn frækna feril sem blokkflautuskáld,
af því tilefni munu Gísli og Bítladrengirnir í blíðu og stríðu,
efna til tónleika á eftirtöldum
stöðum:
Vestmannaeyjar -
Alþýðuhúsið - 7. júlí 2013 - kl. 21:00
Aðgangseyrir:
2000 krónur
12.06.2013 17:01
Aldarminning um Árna í Eyjum
Aldarminning um Árna í Eyjum
verður
í Safnahúsinu í Vestmanneyjum sunnudaginn 23. júní kl. 15.
Þarna verður sagt frá ævi Árna, samvinnu hans við fóstbróður sinn Oddgeir
Kristjánsson en þeir gerðu saman fjölmarga texta og lög.
Svo verða líka flutt
lög eftir þá félaga.
Auk þess verður flutt nýtt lag við texta Árna úr Eyjum sem
ekki hefur birst áður.
Þeir sem koma fram eru Hafsteinn Gudfinnsson, Gísli Helgason,
Þórólfur Guðnason og nokkur barnabörn þeirra Árna og Oddgeirs.
11.06.2013 02:00
Sölvaferð 2013
Árleg sölvaferð félagsins, verður farin eins og undanfarin ár að Reykjanesvita. Safnast verður saman á bílastæðinu við Bíóborg, Mjódd Álfabakka 8, Rvk. (kort) og farið þaðan kl. 10:30 með rútu í boði félagsins.
Nauðsynlegt er að skrá sig fyrir dagslok 16. júní á heimasíðu félagsins eða
í vefpósti: [email protected]
Hver og einn kemur með sinn útbúnað til sölvatínslu s.s. poka undir sölina,
hníf, stígvél og hanska. Rétt er að hafa með sér nesti þar sem ferðin getur
tekið um 4 klst.

Snjallt er að tína sölina í netpoka t.d. undan kartöflum, koddaver eða álíka til að láta sjóinn renna vel af, hún verður léttari í burði heim.
Að sjálfsögðu klæða sig allir eftir veðri og við öllu búnir.
ATHUGIÐ!
Ef óhagstætt veður verður eða þátttaka dræm getur ferðin verið felld niður. Það verður þá tilkynnt með góðum fyrirvara.
Reiknað er með lágfjöru við vitann kl. 11:16
Vilji fólk koma sér sjálft á staðinn þá eru hér kort af Reykjanesi á ja.is.
Hvetjum við félagsmenn til að taka vini og ættingja með og eiga skemmtilegar stundir í fallegri náttúru og góðum félagsskap.
Myndir frá fyrri sölvaferðum.
- 1