Færslur: 2015 Febrúar

20.02.2015 14:17

Óháði söfnuðurinn 65 ára


Landakirkja í Vestmannaeyjum  Kirkja Óháða safnaðarins í Reykjavík


Vestmannaeyingar eru sérstaklega boðnir velkomnir til
Hátíðarmessu vegna 65 ára afmælis Óháða safnaðarins.

Í Vestmannaeyjagosinu 1973 átti söfnuður Landakirkju skjól í kirkju Óháða safnaðarins sem tók vel á móti Vestmannaeyingum. 
Óháða kirkjan var Guðshús safnaðarins á fasta landinu.

Sunnudaginn 22. febrúar kl. 14:00 verður hátíðarmessa þar sem 65 ára afmælis Óháða safnaðarins verður fagnað.

Séra Pétur Þorsteinsson þjónar fyrir altari og kór safnaðarins leiðir sönginn undir stjórn Árna Heiðars Karlssonar.

Séra Karl Sigurbjörnsson predikar. 

Auk þess mun Séra Karl, sem var nývígður prestur til Vestmannaeyja þegar gosið hófst minnast starfa Landakirkju þessa örlagaríku mánuði. 


Gissur Páll Gissurarson flytjur nokkur lög 


Matthías Nardeau spilar á óbó.


Veislukaffi verður að lokinni messu, allir velkomnir.


Hér er Kirkja Óháða safnaðarins á korti....05.02.2015 03:32

Spurningakeppni átthagafélaganna 2015


Spurningakeppni átthagafélaganna 2015 - auglýsing


ÁtVR sendir þátttökulið í Spurningakeppni átthagafélaganna í fyrsta sinn í ár. Þriggja manna lið frá 18 átthagafélögum mæta til keppni, auk ÁtVR senda eftirfarandi átthagafélög þátttakendur:
Átthagafélag Héraðsmanna, Átthagafélag Strandamanna, Barðstrendingafélagið, Bolvíkingafélagið, Breiðfirðingafélagið, Dýrfirðingafélagið, Félag Álftfirðinga og Seyðfirðinga vestra, Félag Djúpmanna, Húnvetningafélagið, Ísfirðingafélagið, Norðfirðingafélagið, Siglfirðingafélagið, Skaftfellingafélagið, Súgfirðingafélagið, Svarfdælir og Dalvíkingar, Vopnfirðingafélagið.

Á Facebook síðu keppninnar má nálgast ýmsan fróðleik og skemmtun. 

                                             

Hér er tengill á Facebook síðu keppninnar. 
  • 1
Flettingar í dag: 235
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 75
Gestir í gær: 2
Samtals flettingar: 33355
Samtals gestir: 2247
Tölur uppfærðar: 7.7.2022 13:36:43