Færslur: 2015 Mars

25.03.2015 02:34

ÁtVR sigrar spurningakeppnina 2015

Lið ÁtVR sigraði Spurningakeppni átthagafélaganna 2015

Sigurlið ÁtVR í Spurningakeppni átthagafélaganna 2015


Liðsmenn sigurliðsins eru f.v. Gunnar Geir GunnarssonOddgeir Eysteinsson og Linda Kristín Ragnarsdóttir.

Keppnin var æsispennandi til síðustu spurningar, þar sem okkar lið bar sigur úr býtum.ÁtVR þakkar keppendum fyrir þeirra mikla framlag og óskar þeim og öllum félagsmönnum til hamingju með þennan glæsilega árangur.


Keppnin er sýnd á ÍNN næstu mánudagskvöld kl. 20:30,12.03.2015 15:10

Lið ÁtVR keppir í kvöld


Spurningakeppni átthagafélaganna 2015 Spurningakeppni átthagafélaganna 2015 - AuglýsingÍ kvöld keppa okkar glæsilegu fulltrúar í Spurningakeppni átthagafélaganna, þau hafa staðið sig með
miklum glæsibrag og eiga góða möguleika á sigri í kvöld. 
Við hvetjum allt Eyjafólk til að fjölmenna og styðja okkar lið til sigurs.
04.03.2015 11:24

Spurningakeppni átthagafélaganna 2015

Spurningakeppni átthagafélaganna 2015.

ÁtVR tekur nú í fyrsta sinn þátt í spurningakeppni átthagafélaganna , keppnin á sér langa sögu, lá niðri um árabil en var endurvakin árið 2013. Fjölmörg átthagafélög hafa sent keppnislið í gegnum tíðina, í ár eru þátttakendur frá 19 félögum

Lið ÁtVR er komið í undanúrslit, vann sinn undanriðil með glæsibrag. 
Næst keppir liðið 5. mars. Hvetjum við félagsmenn að fjölmenna til að styðja okkar fólk, hittast og eiga saman skemmtilega kvöldstund.

Í liði ÁtVR eru:

Gunnar Geir Gunnarsson, hann er sonur Sigrúnar Ingu Sigurgeirsdóttur, (frá Skuld) og Gunnars K. Gunnarssonar, (fyrrverandi sjúkrahússforstjóra).  

Linda Kristín Ragnarsdóttir, dóttir Ragnars Jóhannessonar og Hólmfríðar Sigurðardóttur
(Fríðu) á Hólagötu.

Oddgeir Eysteinsson, sonur Hrefnu Oddgeirsdóttur/Kristjánssonar og Eysteins Þorvaldssonar. 


Höfundur spurninga er Gauti Eiríksson, grunnskólakennari og leiðsögumaður.


Keppnirnar fara fram á fimmtudögum kl. 20:00 í Breiðfirðingabúð Faxafeni 14. 
og eru öllum opnar. Aðgangseyrir er kr. 1000.- og gildir sem happdrættismiði, dregið verður um veglegan vinning á úrslitakvöldinu. 


Lið ÁtVR í Spurningakeppni átthagafélaganna 2015

Fulltrúar ÁtVR: Gunnar Geir Gunnarsson, Linda Kristín Ragnarsdóttir og Oddgeir Eysteinsson.


Lið ÁtVR í Spurningakeppni átthagafélaganna 2015

Gunnar Geir Gunnarsson, Linda Kristín Ragnarsdóttir og Oddgeir Eysteinsson.


Höfundur spurninga Gauti Eiríksson.

Höfundur spurninga er Gauti Eiríksson grunnskólakennari og leiðsögumaður.
Hér sést að yfirburðir Eyjaliðsins voru afgerandi :-)

Lið ÁtVR í Spurningakeppni átthagafélaganna 2015

Stuðningmenn liðs ÁtVR meðal fjölmargra áhorfenda. 

  • 1
Flettingar í dag: 100
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 190
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 28369
Samtals gestir: 1896
Tölur uppfærðar: 26.5.2022 04:15:18