Færslur: 2017 Október

25.10.2017 14:44

Eyjakona með málverkasýningu.Jóhanna Hermansen


Eyjakonan Jóhanna Hermansen sýnir 21 olíumálverk á Café Milanó í Faxafeni 11 í Reykjavík

Jóhanna Hermansen er búsett í Reykjavík en fædd og uppalin í Vestmannaeyjum. Hún hefur stundað málun í nokkur ár og verið í námi í olíumálun í Myndlistaskóla Kópavogs.
Jóhanna hefur tekið þátt í fjórum samsýningum og er þetta þriðja einkasýning hennar og spannar feril hennar í myndlistaskólanum. 


 
Sýningin er opin öllum og hefur verið framlengd út nóvember mánuð 2017  

Sjá nánar á Facebook-síðu  J-ARTJóhanna Hermansen  

Jóhanna hengir upp eina af myndum sínum fyrir samsýningu sem stendur yfir í Dómus Medica og lýkur 31. október.

Málverk eftir Jóhönnu Hermansen

Eitt af verkum Jóhönnu.


  • 1
Flettingar í dag: 100
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 190
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 28369
Samtals gestir: 1896
Tölur uppfærðar: 26.5.2022 04:15:18