Færslur: 2018 Nóvember

27.11.2018 15:55

Saga Eyjapeyjans Gísla Steingrímssonar

Saga Eyjapeyjans Gísla Steingrímssonar

Gísli Steingrímsson - bókakápa


Það er vægast sagt ótrúlegt að einn og sami maðurinn skuli hafa lifað af hvert sjóslysið á fætur öðru, sloppið lifandi úr filippeysku fangelsi þar sem dauði og eymd eru daglegt brauð, þolað að týnast í brennheitri eyðimörk og bjargast fyrir tilviljun úr loftlausum skipstanki. Og þegar hann flutti loksins aftur heim til Eyja byrjaði að gjósa í bakgarðinum hjá honum. 

Saga Eyjapeyjans Gísla Steingrímssonar sýnir og sannar að veruleikinn getur verið lygilegri en nokkur skáldskapur. Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar sögu Gísla eins og honum einum er lagið; lesandinn sogast inní magnþrungna og grípandi frásögnina og fylgir Gísla í gegnum hvern lífsháskann af öðrum.

Sprellfjörug ævintýrasaga!

 

Bókin fæst hjá útgefanda: https://bjartur-verold.is/products/niu-lif

27.11.2018 15:16

Grænlandsför GOTTU VE 108

Áhugaverð ný bók eyjamannsins Halldórs Svavarssonar:
Grænlandsför GOTTU VE 108

Umfjöllun í Morgunblaðinu sunnudaginn 25.nóvember 2018

Tengill HÉR

 

 

 

Grænlandsför Gottu VE 108

Höfundur: Halldór Svavarsson

Mótorbáturinn Gotta VE 108 fór til Grænlands árið 1929, með ellefu manna áhöfn. Tilgangurinn var að fanga sauðnaut, sem ætlað var að yrðu vísir að nýrri búgrein á Íslandi.

Þrátt fyrir að skipshöfnin lenti oft í mikilli hættu og hremmingum, þar sem lítið mátti útaf bregða, þá hepnaðist ferðin að mestu leiti vel og voru nautin höfð almenningi til sýnis á Austurvelli í Reykjavík.

Meistaraleg frásögn Halldórs Svavarssonar.

Verð 3.190 kr.


Bókin: Grænlandsför Gottu Höfundur: Halldór Svavarsson

 

16.11.2018 00:16

Aðventukvöld ÁtVR 2018Aðventukvöld ÁtVR 2018 6. desemberAthugið! 
Inngangur er frá Rangárseli.

12.11.2018 00:05

Fréttabréf ÁtVR haustið 2018


Fréttabréf ÁtVR haustið 2018

Reykjavík 12.11.2018

 

Kæru félagsmenn Á.t.V.R.

 

Síðasti aðalfundur félagsins var haldinn 15. apríl 2018  í Kópavogsskóla við Digranesveg. Að hefðbundnum aðalfundarstörfum loknum flutti  Ólafur Sæmundsson erindi: Ólafur Sæmundsson, sögumaður að vestan, með sterka tengingu við Eyjar. Hann sagði frá afa sínum og ömmu; presthjónunum á Ofanleiti, séra Halldóri Kolbeins og frú Láru.

Regína Ósk Óðinsdóttir söng nokkur lög og Anton Rafn Gunnarsson lék með á gítar.

Gunnhildur Hrólfsdóttir var einnig á staðnum með bók sína "Þær þráðinn spunnu" fundargestum til kynningar og sölu.


Vetrarstarf félagsins veturinn 2018-2019

Aðventukvöld: Fimmtudaginn 6. desember kl.20:00 í Seljakirkju. Ólafur Jóhann Borgþórsson sóknarprestur tekur þar á móti okkur eins og hann hefur gert undanfarin ár.

Bergþóra Þórhallsdóttir segir frá æskuminningum sínum tengd jólum í Vestmannaeyjum.

Gísli Helgason, Þórólfur Guðnason og Herdís Hallvarðsdóttir spila og stjórna samsöng

Á eftir munum við svo vonandi eiga góða spjallstund saman í safnaðarheimilinu og gæða okkur á heitu súkkulaði/kakói og smákökum.


Goskaffi: Sunnudaginn 27.janúar frá kl 14:30-17:00
í Restaurant Reykjavík, Vesturgötu 2. Bílastæðahús er á horni Vesturgötu og Garðastrætis. Ekið inn frá Mjóstræti. Ath. að þessu sinni er Goskaffið á annarri hæð hússins í "Gráa salnum". Því miður er ekki lyfta.

Gestum verður boðið upp á flatköku með hangikjöti og kökusneið á kr 1.650 pr mann og kaffi verður á borðum. "Líf og líðan í eldgosi". Guðrún Erlingsdóttir, blaðamaður ræðir líf og líðan íbúa í Vestmannaeyjum í eldgosinu 1973. Upplifanir íbúa og þau áföll sem þeir urðu fyrir.

 
Blítt og létt:Laugardaginn 9.mars 2019 er fyrirhugað að taka á móti sönghópnum Blítt og létt frá Vestmannaeyjum í Akógessalnum í Lágmúla. Takið daginn frá, en nánari auglýsing kemur síðar.

 
Aðalfundur átthagafélagsins verður auglýstur í næsta fréttabréfi.


Greiðsla á árgjaldi:

Árgjaldið mun birtast í heimabanka félagsmanna en þeir sem vilja fá gíróseðil sendan í pósti eru vinsamlegast beðnir um að senda tölvupóst á [email protected] eða hafa samband við stjórnarmeðlimi.

Breytt netföng eða heimilisföng: 

Á heimasíðu félagsins er tengill merktur "Gerast félagi í ÁtVR eða breyta skráningu".

Þar geta félagar breytt og uppfært upplýsingar um sig í félagaskránni.

Eins er hægt að senda tölvupóst á [email protected] og hafa samband við stjórnarmeðlimi til að tilkynna breytt netfang/heimilisfang. Einnig biðjum við félaga um að senda póst ef þeir vilja koma með hugmyndir að starfi félagsins. 

 

Við vonumst við til að sjá sem flesta á uppákomum félagsins í vetur og minnum um leið á heimasíðuna og fésbókarsíðuna okkar þar sem hægt er að fylgjast með starfseminni hverju sinni:

Facebook-síða ÁtVR            

Vefsíða ÁtVR

 

Við biðjumst velvirðingar á því hve fréttabréfið berst ykkur seint.

 

Bestu kveðjur.

Fyrir hönd stjórnar Á.t.V.R

Inga Jóna Hilmisdóttir, formaður

 


  • 1
Flettingar í dag: 299
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 190
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 28568
Samtals gestir: 1898
Tölur uppfærðar: 26.5.2022 17:09:38