Færslur: 2019 Júní

24.06.2019 23:03

Goslokalag 2019


Goslokalagið 2019 


Við ætlum út í Eyjar - Hálft í Hvoru

Lag: Ingi Gunnar Jóhannsson/Petri Kaivanto

Texti: Ingi Gunnar Jóhannsso Goslokalag 2019 

Hljóðskrá með textinn á Youtube svo allir geta sungið með :-) 


13.06.2019 19:22

UNDURFAGRA ÆVINTÝR


UNDURFAGRA ÆVINTÝR


Undurfagra ævintýr - þjóðhátíðarlög Vestmannaeyja

 

Vestmannaeyingurinn Laufey Jörgensdóttir í samvinnu við Sögur útgáfu kynnir til leiks bókina, Undurfagra ævintýr - bók um þjóðhátíðarlög Vestmannaeyja 1933-2019 sem kemur út í sumar.

Höfundur hefur kynnt útgáfu bókarinnar með eftirfarandi texta:

Í tímans rás höfum við Eyjamenn og Íslendingar allir eignast einstakar perlur tónlistar, texta, ljósmynda og margs konar minninga frá Þjóðhátíð sem hvergi hafa verið skráðar á einn stað. Það er því sannkallað þjóðþrifaverk að koma þessum verðmæta menningararfi til skila bæði til okkar og komandi kynslóða.

Undurfagra ævintýr verður allt í senn fróðleg, skemmtileg og falleg. Ýmsir aðilar hafa þegar lagt til dýrmætt efni og nú er komið að skemmtilegasta hlutanum; að bjóða Vestmannaeyingum og öllum þeim sem unna Þjóðhátíð og tónlistar hennar að gerast hollvinir bókarinnar.

VERTU MEÐ Í BÓKINNI OG SKRÁÐU ÞIG SEM HOLLVIN
Bókin mun geyma nafnaskrá hollvina. Þú getur gerst hollvinur með því einu að skrá þig fyrirfram fyrir kaupum á eintaki af bókinni og með því færðu nafn þitt ritað í bókina meðal þeirra sem styðja þetta framtak. Bókina færðu svo senda heim að dyrum við útgáfu í sumar.

Smelltu hér fyrir skráningu og nánari upplýsingar: https://forms.gle/PeuVEDS83EoH9Gtq7

Eyjamenn eru hvattir til að vera með (opið til 5. júlí) og taka þannig virkan þátt í varðveislu okkar merka menningararfs.

 

.


  • 1
Flettingar í dag: 60
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 190
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 28329
Samtals gestir: 1895
Tölur uppfærðar: 26.5.2022 03:09:25