
EYJAMESSA og GOSKAFFI ÁtVR 2020
Goskaffi ÁtVR hefur verið haldið á þessum tíma í mörg ár. Að þessu sinni verður það haldið í Safnaðarheimili Seljakirkju 26. janúar og hefst kl. 15:00
Á undan kaffinu kl. 14:00 verður sérstök Eyjamessa í umsjón Ólafs Jóhanns Borgþórssonar
þar sem Jóna Hrönn Bolladóttir, predikar.
Jóna Hrönn er Vestmannaeyingum að góðu kunn en hún þjónaði sem prestur í Eyjum árin 1991 til 1997.
Sú breyting verður á EYJAMESSU að Séra Bjarni
Karlsson predikar, hleypur í skarðið fyrir Jónu Hrönn sem varð því miður að afboða sig.
Séra Bjarni Karlsson var
prestur í Vestmannaeyjum frá 1991 til ársins 1998 ásamt konu sinni, Jónu
Hrönn Bolladóttur.
Í GOSKAFFINU sjálfu eftir messu mun Helga Hinriksdóttir, sem starfaði sem hjúkrunarfræðingur í Vestmannaeyjum eftir gos, ræða líðan eldri borgara á meðan á gosinu stóð og ástand þeirra við heimkomu.
Guðrún Erlingsdóttir ræðir við hjónin Bjarna Sighvatsson og Auróru Friðriksdóttur sem bjuggu í Reykjavík þegar gosið hófst. Bjarni fór gosnóttina til Eyja til hjálparstarfa og Auróra stuttu síðar.
Ókeypis kaffiveitingar
Allir velkomnir
Gott aðgengi og næg bílastæði.