ÁtVR - Félagsmerki

Velkomin á heimasíðu Átthagafélags Vestmannaeyinga á Reykjavíkursvæðinu.
strik

Aðventukvöld ÁtVR 2018 6. desemberAthugið! 
Inngangur er frá Rangárseli.


strik


Saga Eyjapeyjans Gísla Steingrímssonar

Bók - Níu líf - Gísli Steingímsson


Það er vægast sagt ótrúlegt að einn og sami maðurinn skuli hafa lifað af hvert sjóslysið á fætur öðru, sloppið lifandi úr filippeysku fangelsi þar sem dauði og eymd eru daglegt brauð, þolað að týnast í brennheitri eyðimörk og bjargast fyrir tilviljun úr loftlausum skipstanki. Og þegar hann flutti loksins aftur heim til Eyja byrjaði að gjósa í bakgarðinum hjá honum.

 

strikstrik


Fréttabréf ÁtVR haustið 2018

Fréttabréf ÁtVR haustið 2018


Reykjavík 07.11.2018

 

Kæru félagsmenn Á.t.V.R.

 

Síðasti aðalfundur félagsins var haldinn 15. apríl 2018  í Kópavogsskóla við Digranesveg.
Að hefðbundnum aðalfundarstörfum loknum flutti  Ólafur Sæmundsson
erindi: Ólafur Sæmundsson, sögumaður að vestan, með sterka tengingu við Eyjar. Hann sagði frá afa sínum og ömmu; presthjónunum á Ofanleiti, séra Halldóri Kolbeins og frú Láru.

Regína Ósk Óðinsdóttir söng nokkur lög og Anton Rafn Gunnarsson lék með á gítar.

Gunnhildur Hrólfsdóttir var einnig á staðnum með bók sína "Þær þráðinn spunnu" fundargestum til kynningar og sölu.

Vetrarstarf félagsins veturinn 2018-2019

Aðventukvöld: Fimmtudaginn 6. desember kl.20:00 í Seljakirkju. ÓlafurJóhann Borgþórsson sóknarprestur tekur þar á móti okkur eins og hann hefur gert undanfarin ár.

Bergþóra Þórhallsdóttir segir frá æskuminningum sínum tengd jólum í Vestmannaeyjum.

Gísli Helgason, Þórólfur Guðnason og Herdís Hallvarðsdóttir spila og stjórna samsöng.

Á eftir munum við svo vonandi eiga góða spjallstund saman í safnaðarheimilinu og gæða okkur á heitu súkkulaði/kakói og smákökum.

 

Goskaffi: Sunnudaginn 27.janúar kl 14:30-17:00 í Restaurant Reykjavík, Vesturgötu 2. Bílastæðahús er á horni Vesturgötu og Garðastrætis. Ekið inn frá Mjóstræti. Ath. að þessu sinni er Goskaffið á annarri hæð hússins í "Gráa salnum". Því miður er ekki lyfta.

Gestum verður boðið upp á flatköku með hangikjöti og kökusneið á kr 1.650 pr mann og kaffi verður á borðum. "Líf og líðan í eldgosi". Guðrún Erlingsdóttir, blaðamaður ræðir líf og líðan íbúa í Vestmannaeyjum í eldgosinu 1973. Upplifanir íbúa og þau áföll sem þeir urðu fyrir.

 

 

Blítt og létt: Laugardaginn 9.mars 2019 er fyrirhugað að taka á móti sönghópnum Blítt og létt frá Vestmannaeyjum í Akógessalnum í Lágmúla. Takið daginn frá, en nánari auglýsing kemur síðar.

 

Aðalfundur átthagafélagsinsverður auglýstur í næsta fréttabréfi.

 

Greiðsla á árgjaldi:

Árgjaldið mun birtast í heimabanka félagsmanna en þeir sem vilja fá gíróseðil sendan í pósti eru vinsamlegast beðnir um að senda tölvupóst á eyjarnar@gmail.com eða hafa samband við stjórnarmeðlimi.

 

Breytt netföng eða heimilisföng: 

Á heimasíðu félagsins er tengill merktur "Gerast félagi í ÁtVR eða breyta skráningu".

Þar geta félagar breytt og uppfært upplýsingar um sig í félagaskránni.

Eins er hægt að senda tölvupóst á eyjarnar@gmail.com og hafa samband við stjórnarmeðlimi til að tilkynna breytt netfang/heimilisfang. Einnig biðjum við félaga um að senda póst ef þeir vilja koma með hugmyndir að starfi félagsins. 

 

Við vonumst við til að sjá sem flesta á uppákomum félagsins í vetur og minnum um leið á heimasíðuna og fésbókarsíðuna okkar þar sem hægt er að fylgjast með starfseminni hverju sinni:

Facebook-síða ÁtVR            

Vefsíða ÁtVR

 

Bestu kveðjur.

Fyrir hönd stjórnar Á.t.V.R

Inga Jóna Hilmisdóttir, formaður

 


strik


Goslokalagið 2017

Heim til Eyja - Hrafnar flytja


Hlustið á eldri Goslokalög hér...


strik


Nokkrar myndir frá aðalfundi

ÁtVR 2017

Smelltu hér

Aðalfundur ÁtVR 2017 - Bjartmar syngur fyrir fundargesti.
strik

Litla lundapysjan, komin á tólf tungumál.

Hún fer víða Litla lundapysjan, bókin sem Hilmir Högnason frá Vatnsdal í Vestmannaeyjum skrifaði fyrir barnabörnin. Bókin er komin út á tólf tungumálum, sem er ekki algengt meðal íslenskra barnabóka.
gusviðið er Vestmannaeyjar og byggir á ....Lesa meira!

      StrikÁhugaverð plata með 10 nýjum lögum
eftir 14 laga og textahöfunda frá Vestmannaeyjum
er að koma út.
Áhugaverð ný Eyjaplata......lesa meira hér.  Eins og þú, önnur barnasagan sem Jóhanna Hermansen skrifar og myndskreytir var að koma út.

Á bókarkápu stendur:
Eins og þú. "Ég vildi að ég væri eins og þú," sagði öspin við grenitréð. 
"Ha? Ertu að tala við mig, hvað varstu að segja?" sagði grenitréð sem var vakið upp af værum blundi. 
Ösp og grenitré voru tré, sem stóðu hlið við hlið í stórum garði í bæ einum úti á landi. Þau höfðu aldrei talað saman þangað til einn daginn.

Bókin fæst í Eymundson; Austurstræti, Kringlunni, Eyjum og hjá höfundi.

Í æsku minnar spor

Í æsku minnar spor - Sönghópur ÁtVR

geisladiskurinn sem félagar í sönghóp ÁtVR gáfu út haustið 2009 með 15 völdum lögum úr tónlistarkistu Eyjanna er enn fáanlegur hjá Hafsteini, fyrrverandi söngstjóra, netfang: hafgud@simnet.is eða sími: 8613205.
Diskurinn
hefur hlotið mikið lof og frábæra dóma, þar eru flutt mörg minna þekkt lög sem ekki hafa verið gefin út á geisladiski áður.      ATH. aðeins er um fá eintök að ræða.


 

_____________________

Skemmtilegt myndefni frá Þjóðhátíð 2014 
strik

Myndir frá vel heppnuðu
 20 ára afmælishófi ÁtVR:


  Albúm nr. 1    og    Albúm nr. 2

20 ára afmælishóf ÁtVR

ÁtVR 20 ára afmæli


strik til aðgreiningar


Vilt þú gerast félagi í ÁtVR,


átthagafélagi Vestmannaeyinga á 

Reykjavíkursvæðinu? 

Félagar geta þeir orðið sem fæddir eru í Vestmannaeyjum,

eða hafa átt þar búsetu um nokkurt skeið, makar og börn.

Ef þú vilt gerast félagi í ÁtVR eða breyta upplýsingum í félagatali:

SMELLTU HÉR!

 
ATH:
Upplýsingar í félagatali eru trúnaðarmál, einungis notaðar vegna starfsemi ÁtVR. 
ALDREI afhentar þriðja aðila.


Þjóðhátíð 1944

Tengill á skemmtilegt mynd­skeið á Youtube sem sýnir

m.a. frá Þjóðhátíð Vestmannaeyja, í 

síð­ari heims­styrj­öld­inni, sumarið 1944. 
_____________


 FLEIRI TENGLAR! 

Eldfell

Höfum bætt við fleiri 
 tenglum
á efni sem tengist 
eldgosinu í 
Heimaey 1973


__________________

 

ÁtVR er á Facebook - Smelltu hér

  

  _________________________________________ 


  

 

 

 

 

 

 

eXTReMe Tracker
eXTReMe Tracker
eXTReMe Tracker
Flettingar í dag: 121
Gestir í dag: 37
Flettingar í gær: 100
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 709091
Samtals gestir: 121416
Tölur uppfærðar: 16.12.2018 23:22:45