Mynd af Vestmannaeyjahöfn -  Fréttabréf ÁtVR haust 2020Ágætu félagsmenn ÁtVR

 

Í ljósi aðstæðna er erfitt að skipuleggja veturinn.

Stjórn ÁtVR hefur ákveðið að senda ekki út haustdagskrá heldur boða til viðburða þegar færi gefst.

Eins og þið hafið tekið eftir hafa félagsgjöld ekki verið rukkuð í ár, enda höfum við einungis náð að halda einn atburð það sem af er ári. Þegar við sprengdum utan af okkur húsnæðið í safnaðarheimili Seljakirkju, í goskaffinu.

Allir stjórnarmenn ÁtVR eru tilbúnir að sitja áfram í stjórn þar til hægt verður að boða til aðalfundar næsta vor, ef félagsmenn setja sig ekki á móti því.

 

 Til þess að halda okkur í virkni væri gaman að fá sendar frá ykkur myndir og eða myndbönd úr starfi liðinna ára. Hægt er að senda slíkt til Elíasar á netfangið: eyjarnar@gmail.com

 

Stjórn ÁtVR vill hafa öryggið í fyrirrúmi en vonast til þess að hægt verði að koma á einhverjum viðburðum sem fyrst.

 Njótið nú þess sem haustið hefur upp á að bjóða kæru félagar og sjáumst hress við fyrsta tækifæri.

 

Stjórn ÁtVR

 

 Mynd af Heimaey -  Fréttabréf ÁtVR haust 2020
strik

strik
Goslokalagið 2019


Við ætlum út í Eyjar - HÁLFT Í HVORU

Lag:Ingi Gunnar Jóhannsson/Petri Kaivanto

Texti: Ingi Gunnar Jóhannsso Goslokalag 2019


 


strik


UNDURFAGRA ÆVINTÝR

Undurfagra ævintýr - þjóðhátíðarlög Vestmannaeyja

Vestmannaeyingurinn Laufey Jörgensdóttir í samvinnu við Sögur útgáfu kynnir til leiks bókina, Undurfagra ævintýr - bók um þjóðhátíðarlög Vestmannaeyja 1933-2019 sem kemur út í sumar.

Höfundur hefur kynnt útgáfu bókarinnar með eftirfarandi texta:

Í tímans rás höfum við Eyjamenn og Íslendingar allir eignast einstakar perlur tónlistar, texta, ljósmynda og margs konar minninga frá Þjóðhátíð sem hvergi hafa verið skráðar á einn stað. Það er því sannkallað þjóðþrifaverk að koma þessum verðmæta menningararfi til skila bæði til okkar og komandi kynslóða.

strik

Mynda-tengill á Facebook-síðu ÁtVR

Flettingar í dag: 145
Gestir í dag: 63
Flettingar í gær: 78
Gestir í gær: 42
Samtals flettingar: 835801
Samtals gestir: 149851
Tölur uppfærðar: 26.11.2020 21:49:31