17.01.2020 21:37

Eyjamessa og Goskaffi ÁtVR 2020

Eyjamessa og Goskaffi ÁtVR 2020


EYJAMESSA og GOSKAFFI ÁtVR 2020


Goskaffi ÁtVR hefur verið haldið á þessum tíma í mörg ár. Að þessu sinni verður það haldið í Safnaðarheimili Seljakirkju 26. janúar og hefst kl. 15:00

Á undan kaffinu kl. 14:00 verður sérstök Eyjamessa í umsjón Ólafs Jóhanns Borgþórssonar
þar sem Jóna Hrönn Bolladóttir, predikar.
Jóna Hrönn er Vestmannaeyingum að góðu kunn en hún þjónaði sem prestur í Eyjum árin 1991 til 1997.

Sú breyting verður á EYJAMESSU að Séra Bjarni Karlsson predikar, hleypur í skarðið fyrir Jónu Hrönn sem varð því miður að afboða sig.

Séra Bjarni Karlsson var prestur í Vestmannaeyjum frá 1991 til ársins 1998 ásamt konu sinni, Jónu Hrönn Bolladóttur.


Í GOSKAFFINU sjálfu eftir messu mun Helga Hinriksdóttir, sem starfaði sem hjúkrunarfræðingur í Vestmannaeyjum eftir gos, ræða líðan eldri borgara á meðan á gosinu stóð og ástand þeirra við heimkomu. 

Guðrún Erlingsdóttir ræðir við hjónin Bjarna Sighvatsson og Auróru Friðriksdóttur sem bjuggu í Reykjavík þegar gosið hófst. Bjarni fór gosnóttina til Eyja til hjálparstarfa og Auróra stuttu síðar.

Ókeypis kaffiveitingar 

Allir velkomnir

Gott aðgengi og næg bílastæði.

18.11.2019 09:46

Aðventukvöld ÁtVR 2019Aðventukvöld ÁtVR 2019                Staðsetning á korti


Athugið!
Inngangur er frá Rangárseli.
09.10.2019 20:09

Hálft í hvoru tónleikum frastað

Kæru félagar,
tónleikunum með Hálft í Hvoru sem áttu að vera 11. október
verðum við af 
óviðráðanlegum orsökum fresta fram yfir áramót.

Biðjumst við afsökunar á því.

Frestum tónleikum með Hálft í hvoru
  • 1
Flettingar í dag: 74
Gestir í dag: 18
Flettingar í gær: 190
Gestir í gær: 37
Samtals flettingar: 779537
Samtals gestir: 137846
Tölur uppfærðar: 18.2.2020 11:00:15