25.03.2008 22:09

Vísnamót í Särö


Sönghópur ÁtVR tók þátt í einstaklega skemmtilegu vísnamóti norrænna Vísnavina í byrjun nóvember 2007.

Á mótinu, sem haldið var á Säröhushóteli, sunnan við Gautaborg í Svíþjóð, 1.-4. nóvember sl. voru um tvö hundruð og fimmtíu þátttakendur frá Norðurlöndunum, sem ýmist voru að flytja hefðbundna vísnatónlist landa sinna, að kynna sína eigin tónlist og söng eða njóta þess að hlýða á flutning annarra söngvara og tónlistarmanna.

Verkefni sönghóps ÁtVR var að koma Vestmannaeyjum á kortið hjá þessum mörgu þátttakendum mótsins. Þetta gerðum við með flutningi á lögum og söngtextum frá Vestmannaeyjum ásamt því að segja frá þeirri hefð sem hefur myndast við laga og textagerð í tengslum við Þjóðhátíðina í Vm. sem er svo sérstök fyrir Eyjarnar. Þá dreifðum við kynningarbæklingum um Vestmannaeyjar og sönghópinn og sögðum frá okkar starfi og heimabyggð í spjalli við þátttakendur mótsins. Við teljum að það verkefni sem við lögðum upp með hafi tekist vel og verið Vestmannaeyjum til sóma og jafnvel framdráttar.

Þessi ferð á eftir að efla starf sönghóps ÁtVR enn frekar til dáða við að halda lífi í og kynna þennan ómetanlega menningararf okkar Vestmannaeyinga.

Sönghópur ÁtVR þakkar helstu styrktaraðilum söngferðarinnar góðan stuðning vegna þátttöku hópsins í þessu norræna vísnamóti en þeirra er að sjálfsögðu getið hér neðar á síðunni. Einnig vill hópurinn þakka öllum þeim fjölmörgu sem keyptu af okkur boli og óróa, sem seldir voru til fjáröflunar vegna ferðarinnar.

Hafið öll kæra þökk fyrir stuðninginn.Styrktaraðilar:

B.P.skip ehf
Dagbjartur Einarsson og Birna Óladóttir í Grindavík
Dala-Rafn
Evotek ehf.
Frár VE-78
Ísfélag Vestmannaeyinga
Íslensk-Ameríska ehf
Magnús Kristinsson
Stafræna Prentsmiðjan
Tolli ehf
Viktor Berg Helgason
Útgerðafélagið Glófaxi ehf

Flettingar í dag: 163
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 158
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 876093
Samtals gestir: 158641
Tölur uppfærðar: 30.7.2021 11:24:50