23.11.2008 13:43

Vel heppnuð Eyjabóka-messa.
Þökkum öllum sem tóku þátt Eyjabóka-messu á vegum félagsins
í Mjóddinni laugardaginn 22. nóvember.

Sérstaklega Maríu Ásgeirsdóttur í Eymundsson sem aðstoðaði okkur við að skipuleggja messuna, útgefendum og höfundum sem mættu á svæðið, lásu upp úr bókum sínum og árituðu. Bakarameistaranum fyrir þeirra framlag, Sönghóp ÁtVR sem flutti nokkur lög undir stjórn Hafsteins Grétars Guðfinnssonar og síðast en ekki síst þeim Eyjamönnum og öðrum sem áttu heimangengt og litu við.

Hafið öll kærar þakkir.

Þar sem þetta lukkaðist vel, þá er aldrei að vita nema eitthvað þessu líkt verði endurtekið seinna meir ef tilefni gefst til.

Myndir frá uppákomunni eru komnar í albúm.

Sönghópur verður svo í jólastuði á síðustu æfingunni fyrir jól 4. Desember.
Eyja-aðventukvöld í Seljakirkju 11. Desember.
(nánar auglýst hér á síðunni er nær dregur)

Stjórnin.

Flettingar í dag: 130
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 115
Gestir í gær: 45
Samtals flettingar: 787980
Samtals gestir: 139036
Tölur uppfærðar: 1.4.2020 12:12:55