25.05.2011 13:51

"Mamma Mia - Séns á Skrens"

Leikfélag Vestmannaeyja
sýnir í Hafnarfirði helgina 27.-28. maí

söngleikinn 
 "
Mamma Mia - Séns á Skrens"Undanfarna 2 mánuði hefur Leikfélag Vestmannaeyja sýnt söngleikinn
"Mamma Mia - Séns á Skrens" í leikstjórn Guðjóns Þorsteins Pálmarssonar, sem byggður er á samnefndri kvikmynd. Söngleikurinn hefur fengið frábærar viðtökur og verið uppselt á flestar sýningar. Verkið hefur verið staðfært frá grísku eyjunni yfir í íslenskan raunveruleika við góðar undirtektir áhorfenda.

     Vegna fjölda áskoranna og í tilefni 100 ára afmælis félagsins verður þessi glæsilega sýning sýnd á meginlandinu um komandi helgi.
Sýnt verður í Gaflaraleikhúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði.
 (
Sjá kort)

Þetta er sýning sem enginn má láta fram hjá sér fara.

Sjá myndbrot frá æfingum á vefnum Eyjafrettir.is

Myndbrot 1

Myndbrot 2

Myndbrot 3


Tryggðu þér sæti á midi.is


27. maí  Föstudag kl. 20:00    UPPSELT

           28. maí Laugardag kl. 15:00     AUKASÝNING 

       28. maí Laugardag kl. 20:00    örfá sæti laus
Flettingar í dag: 71
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 115
Gestir í gær: 45
Samtals flettingar: 787921
Samtals gestir: 139036
Tölur uppfærðar: 1.4.2020 10:34:46