21.06.2011 02:31

Sölvaferð 2011

Árleg sölvaferð að Reykjanesvita
laugardaginn 2. júlí 2011


 

Undanfarin ár hefur verið vaxandi þátttaka í sölvaferð ÁtVR og almenn ánægja með framtakið. Vonandi verður vel mætt á laugardaginn því veðurspáin gefur fyrirheit um bjartan og fallegan sumardag.
 
Reiknað er með fjöru við vitann kl. 12:00 þá
er gott að vera komin á svæðið og klár í fjörið.   (Kort hér)
Hver og einn sér um að koma sér á staðinn.
Tilvalið að nota Facebook síðuna til að sameinast um bíla.

Útbúnaður sem þarf að hafa til sölvatínslu er t.d. léreftspoki  undir sölina, stígvél og nesti.

Snjallt er að tína sölina fyrst í plastkörfu svo sjórinn renni vel af henni áður en hún er sett í léreftspokann sem verður þá mun léttar að bera heim.

Að sjálfsögðu klæða sig allir eftir veðri, 
                                    en eru samt við öllu búnir!


Leiðbeiningar að Reykjanesvita  á Word skjali.

Fróðleikur um SÖL á vefnum Heimaslóð.

Nokkrar myndir frá fyrri sölvaferðum.

Flettingar í dag: 114
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 115
Gestir í gær: 45
Samtals flettingar: 787964
Samtals gestir: 139036
Tölur uppfærðar: 1.4.2020 11:41:32