09.03.2012 15:01

Eyjakvöld 17. mars 2012
Eyjakvöld með sönghópnum BLÍTT OG LÉTT
laugardaginn 17. mars í Fjörukránni í Hafnarfirði. (Sjá kort)Þar verður vakin upp þessi einstaka Eyjastemning og sönggleði sem sönghópurinn BLÍTT OG LÉTT hefur leitt á Kaffi Kró mánaðarlega undanfarin misseri. Oftast hefur verið fullt út úr dyrum á þessum kvöldum og dæmi þess að fólk komi frá fastalandinu til að upplifa stemninguna. Eyjalögin fallegu eru í aðalhlutverki, textum varpað á vegg svo allir geta sungið með.
Dagskráin hefst kl. 22:00
Almennt verð 1.500 krónur.


TILBOÐ í forsölu til Félagsmanna ÁtVR:

Sveppasúpa og brauð.    
Gufusteiktur lambaskanki með kartöflumús og grilluðu grænmeti
(Réttur nr. 28 á matseðlinum, þeirra vinsælasti réttur.)

Skemmtun með sönghópnum Blítt og Létt.

Allur pakkinn á  kr. 4.500.-   


Þeir sem vilja nýta sér TILBOÐIÐ hringja í síma: 565 1213 og greiða með korti.
Eins er hægt að greiða í banka eða heimabanka með því að leggja 4.500 kr. inn á reikning hjá Fjörukránni og
prenta út kvittunina, sem gildir þá sem aðgöngumiði.

Leggið inn á reikning: 0101-26-736
Kennitala: 630490-1119
og senda bankakvittun í tölvupósti á; jonthor@reikninghald.is
Merkið greiðsluna: atvrtilb


Frábært tilefni til að hittast yfir góðri máltíð, gleðjast við létt spjall og syngja saman fallegu Eyjalögin.
Hvað getur verið yndislegra?

Sönghópurinn Blítt og Létt

Sönghópurinn Blítt og létt í góðri stemningu
Myndirnar fengnar að láni af Facebook-síðu hópsins

Facebook-síða BLÍTT OG LÉT
T

Blítt og Létt í Kaffi Kró,  Ísland í dag, 4. febrúar 2012


Fjörukráin vefsíða hér


Flettingar í dag: 84
Gestir í dag: 62
Flettingar í gær: 252
Gestir í gær: 136
Samtals flettingar: 854379
Samtals gestir: 153174
Tölur uppfærðar: 3.3.2021 07:35:39