12.06.2012 03:05

Fjölskyldugrill ÁtVR 2012
FJÖLSKYLDU-GRILL ÁtVR 2012
Laugardaginn 23. júní kl. 17:00 - 22:00
við Gufunesbæ.   (
Sjá kort hér. )

Félagsmenn hittast við grillið, spjalla,
syngja og eiga saman góða kvöldstund.Eins og undanfarin tvö sumur ætlum við að hittast við Gufunesbæ,
nýta okkur frábæra aðstöðu á svæðinu, sem hentar okkur mjög vel.

------------------------------------

 

Stórt og gott grill ásamt borðum og bekkjum.

Félagið sér um kol og borðbúnað en
f
élagsmenn koma sjálfir með grillmat og
meðlæti, ásamt drykkjarföngum að eigin vali.

   

-------------------------------------------------------

Klifur í öryggislínu fyrir krakkana, í gömlum súrheysturni.

Undir stjórn starfsmanns ÍTR, svo alls öryggis sé gætt.

    

Auk þess er Strandblak-völlur og Folf-völlur.

         

Hjólabrettapallar og mörg önnur leiktæki eru á svæðinu.Stórt túnið gefur ýmsa möguleika, t.d. til boltaleikja.-------------------------------------------------------

Bregðist blíðan þá er mjög gott húsaskjól að hverfa til, í "Hlöðunni".Hvetjum alla hljóðfæraleikara til
að mæta með sínar græjur,

  þau eru ekki mörg átthagafélögin sem
eiga söngelskari félagsmenn.

 

Nú fjölmenna félagsmenn og
taka með sér fjölskyldu og vini.


Hér er skemmtilegt myndband til kynningar á starfseminni í Gufunesbæ, 
gefur hugmynd um hvað svæðið býður upp á. 
Smelltu hér!

 
 

Flettingar í dag: 88
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 115
Gestir í gær: 45
Samtals flettingar: 787938
Samtals gestir: 139036
Tölur uppfærðar: 1.4.2020 11:06:32