05.07.2012 00:56

Sölvaferð

Það stefnir í góða þátttöku í 

Sölvaferð ÁtVR 

miðvikudaginn 11. júlí 2012

Skráningarfrestur framlengdur til
 10. júlí.

Skráning á heimasíðu ÁtVR eða bjarneym@kopavogur.is Miðvikudaginn 11. júlí kl. 17:30 verður farið með rútu í boði félagsins,  

frá Mjódd, Álfabakka 8, (bílastæði við Bíóborgina).


Eins og í fyrri ferðum verður haldið 
að Reykjanesvita (kort)
þar sem
 
aðstæður eru ágætar til sölvatínslu 
og aðgangur flestum fær.


Til að tryggja öllum sæti í rútunni er 
nauðsynlegt að skrá sig 
fyrir 10. júlí 

á heimasíðu ÁtVR eða bjarneym@kopavogur.is

 

Hver og einn kemur með sinn útbúnað til sölvatínslu t.d. léreftspoka undir sölina, hníf, stígvél og hanska. Þar sem ferðin getur tekið um 4 klst. er rétt að taka með sér nesti.Snjallt er að tína sölina fyrst í plastkörfu svo sjórinn renni vel af henni áður en hún er sett í léreftspoka, sem verður þá mun léttari í burði.
 

Að sjálfsögðu klæðir fólk sig eftir veðri, og er við öllu búið!


ATHUGIÐ! 
       Verði óhagstætt veður
                       getur ferðin verið felld niður.


Reiknað er með lágfjöru við vitann kl. 18:06


Kort af Reykjanesi á ja.is


Leiðbeiningar að Reykjanesvita á Word skjali.


Fróðleikur um SÖL á vefnum Heimaslóð.


Nokkrar myndir frá fyrri sölvaferðum.

 

Flettingar í dag: 114
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 115
Gestir í gær: 45
Samtals flettingar: 787964
Samtals gestir: 139036
Tölur uppfærðar: 1.4.2020 11:41:32