12.11.2018 00:05

Fréttabréf ÁtVR haustið 2018


Fréttabréf ÁtVR haustið 2018

Reykjavík 12.11.2018

 

Kæru félagsmenn Á.t.V.R.

 

Síðasti aðalfundur félagsins var haldinn 15. apríl 2018  í Kópavogsskóla við Digranesveg. Að hefðbundnum aðalfundarstörfum loknum flutti  Ólafur Sæmundsson erindi: Ólafur Sæmundsson, sögumaður að vestan, með sterka tengingu við Eyjar. Hann sagði frá afa sínum og ömmu; presthjónunum á Ofanleiti, séra Halldóri Kolbeins og frú Láru.

Regína Ósk Óðinsdóttir söng nokkur lög og Anton Rafn Gunnarsson lék með á gítar.

Gunnhildur Hrólfsdóttir var einnig á staðnum með bók sína "Þær þráðinn spunnu" fundargestum til kynningar og sölu.


Vetrarstarf félagsins veturinn 2018-2019

Aðventukvöld: Fimmtudaginn 6. desember kl.20:00 í Seljakirkju. Ólafur Jóhann Borgþórsson sóknarprestur tekur þar á móti okkur eins og hann hefur gert undanfarin ár.

Bergþóra Þórhallsdóttir segir frá æskuminningum sínum tengd jólum í Vestmannaeyjum.

Gísli Helgason, Þórólfur Guðnason og Herdís Hallvarðsdóttir spila og stjórna samsöng

Á eftir munum við svo vonandi eiga góða spjallstund saman í safnaðarheimilinu og gæða okkur á heitu súkkulaði/kakói og smákökum.


Goskaffi: Sunnudaginn 27.janúar frá kl 14:30-17:00
í Restaurant Reykjavík, Vesturgötu 2. Bílastæðahús er á horni Vesturgötu og Garðastrætis. Ekið inn frá Mjóstræti. Ath. að þessu sinni er Goskaffið á annarri hæð hússins í "Gráa salnum". Því miður er ekki lyfta.

Gestum verður boðið upp á flatköku með hangikjöti og kökusneið á kr 1.650 pr mann og kaffi verður á borðum. "Líf og líðan í eldgosi". Guðrún Erlingsdóttir, blaðamaður ræðir líf og líðan íbúa í Vestmannaeyjum í eldgosinu 1973. Upplifanir íbúa og þau áföll sem þeir urðu fyrir.

 
Blítt og létt:Laugardaginn 9.mars 2019 er fyrirhugað að taka á móti sönghópnum Blítt og létt frá Vestmannaeyjum í Akógessalnum í Lágmúla. Takið daginn frá, en nánari auglýsing kemur síðar.

 
Aðalfundur átthagafélagsins verður auglýstur í næsta fréttabréfi.


Greiðsla á árgjaldi:

Árgjaldið mun birtast í heimabanka félagsmanna en þeir sem vilja fá gíróseðil sendan í pósti eru vinsamlegast beðnir um að senda tölvupóst á eyjarnar@gmail.com eða hafa samband við stjórnarmeðlimi.

Breytt netföng eða heimilisföng: 

Á heimasíðu félagsins er tengill merktur "Gerast félagi í ÁtVR eða breyta skráningu".

Þar geta félagar breytt og uppfært upplýsingar um sig í félagaskránni.

Eins er hægt að senda tölvupóst á eyjarnar@gmail.com og hafa samband við stjórnarmeðlimi til að tilkynna breytt netfang/heimilisfang. Einnig biðjum við félaga um að senda póst ef þeir vilja koma með hugmyndir að starfi félagsins. 

 

Við vonumst við til að sjá sem flesta á uppákomum félagsins í vetur og minnum um leið á heimasíðuna og fésbókarsíðuna okkar þar sem hægt er að fylgjast með starfseminni hverju sinni:

Facebook-síða ÁtVR            

Vefsíða ÁtVR

 

Við biðjumst velvirðingar á því hve fréttabréfið berst ykkur seint.

 

Bestu kveðjur.

Fyrir hönd stjórnar Á.t.V.R

Inga Jóna Hilmisdóttir, formaður

 


Flettingar í dag: 114
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 115
Gestir í gær: 45
Samtals flettingar: 787964
Samtals gestir: 139036
Tölur uppfærðar: 1.4.2020 11:41:32