Færslur: 2010 Október
29.10.2010 06:05
Söngvar eftir Ása í Bæ og Oddgeir Kristjánsson
Tríó Blik- Útgáfutónleikar
Hugsaðu um Búskapinn, hættu að daðra...
Söngvar eftir Ása í Bæ og Oddgeir Kristjánsson
Í tilefni að útgáfu geisladisksins "Hugsaðu um búskapinn, hættu að daðra"
efnir Tríó Blik til tónleika á eftirtöldum stöðum:
Akóges, Vestmannaeyjum þann 31 . október kl. 20.00 (sjá kort)
Félagsheimili Seltjarnarness þann 3. nóv. kl. 20:00 (sjá kort)
Dalabúð, Búðardal þann 4. nóvember kl. 20.00 (sjá kort)
Slippsalnum, Mýrargötu 2 þann 5. nóvember kl. 20:30 (sjá kort)
Aðgangseyrir 1500 kr.
Tríó Blik skipa Hanna Dóra Sturludóttir, söngur,
Freyja Gunnlaugsdóttir á klarínettu og
Daníela Hlinkova á píanó.
Þær munu flytja nýjar útsetningar Atla Heimis Sveinssonar á lögum Ása í Bæ og Oddgeirs Kristjánssonar. Á efnisskránni eru þjóðþekktar perlur eftir þá félaga Ása og Geira, lög eins og Ég veit þú kemur, Maja litla, Sólbrúnir vangar, Síldarstúlkurnar ofl.
Á geisladisknum er meðal annars að finna fyrstu upptöku sem gerð hefur verið á Tangónum
Ó, komdu kær, sem er elsta lag sem vitað er til að Ási hafi samið, það er frá 1931, þegar Ási var 17 ára. Fannst þetta hugljúfa lag nýlega á gamalli upptöku tekinni upp í heimahúsi þar sem að Ási situr með gítarinn og syngur lögin sín.
Tríó Blik hefur starfað saman frá árinu 2006 og kom fyrsti geisladiskur þeirra "Kviða" út á Íslandi síðastliðið vor.
Sjá umfjöllun í Fréttum Sjónvarps hér.
Diskurinn er seldur í hljómplötuverslunum en auk þess má einnig fá hann
á sérstöku tilboði fyrir Vestmannaeyinga
hjá Gunnlaugi Ástgeirssyni í símum: 5612146 5612146,
eða tjaramusic@gmail.com
- 1