Færslur: 2011 Júní
30.06.2011 01:50
Sölvaferð frestað
Kæru ÁtVR félagar,
Þar sem veðurhorfur fyrir laugardaginn eru óhagstæðar höfum við ákveðið að fresta SÖLVAFERÐINNI að sinni.
Ef við ákveðum að slá til síðar verður það tilkynnt á
heimasíðu félagsins: http://atvreyjar.123.is/
og á Facebook-síðunni okkar:
https://www.facebook.com/?ref=home#!/profile.php?id=100002426413646
auk þess munum við senda út E-mail.
Víð hvetjum félagsmenn til að fylgjast með á þessum miðlum.
Við óskum eftir MYNDUM FRÁ STARFSEMI FÉLAGSINS SEM NOTA MÆTTI Á HEIMASÍÐUNA ef einhverjir eiga og vilja deila með okkur.
Með bestu kveðjum,
stjórn ÁtVR.
21.06.2011 02:31
Sölvaferð 2011
Árleg sölvaferð að Reykjanesvita Undanfarin ár hefur verið vaxandi þátttaka í sölvaferð ÁtVR og almenn ánægja með framtakið. Vonandi verður vel mætt á laugardaginn því veðurspáin gefur fyrirheit um bjartan og fallegan sumardag.
laugardaginn 2. júlí 2011
Reiknað er með fjöru við vitann kl. 12:00 þá
er gott að vera komin á svæðið og klár í fjörið. (Kort hér)
Hver og einn sér um að koma sér á staðinn.
Tilvalið að nota Facebook síðuna til að sameinast um bíla.
Útbúnaður sem þarf að hafa til sölvatínslu er t.d. léreftspoki undir sölina, stígvél og nesti.
Snjallt er að tína sölina fyrst í plastkörfu svo sjórinn renni vel af henni áður en hún er sett í léreftspokann sem verður þá mun léttar að bera heim.
Að sjálfsögðu klæða sig allir eftir veðri,
en eru samt við öllu búnir!
Leiðbeiningar að Reykjanesvita á Word skjali.
Fróðleikur um SÖL á vefnum Heimaslóð.
Nokkrar myndir frá fyrri sölvaferðum.
16.06.2011 01:32
Fjölskyldu-Grill ÁtVR 2011
SUMARIÐ ER KOMIÐ!
Þá er tilvalið að hittast, grilla og eiga skemmtilega kvöldstund saman við leiki, spjall og söng eins og Eyjamönnum lætur best.
FJÖLSKYLDU-GRILL ÁtVR 2011
verður laugardaginn 18. júní kl. 17:00 - 22:00
við Gufunesbæ. (Sjá kort hér )
Við Gufunesbæ er frábær aðstaða sem hentar okkur mjög vel.
Í gömlum súrheysturni er boðið upp á klifur í öryggislínu fyrir börnin sem starfmaður ÍTR stjórnar.
Hægt er að fara í strandblak og Folf sem er skemmtileg íþrótt spiluð með frisbí diskum og gilda sömu leikreglur og í golfi.
Hjólabrettasvæði og ýmis önnur leiktæki eru á svæðinu, auk þess er stórt tún sem má nota til margra leikja.
Ágætis hlaðið grill er til staðar ásamt borðum og bekkjum.
ÁtVR sér um kol og borðbúnað en félagsmenn koma sjálfir með sinn grillmat og meðlæti ásamt drykkjarföngum.
Allir hljóðfæraleikara eru hvattir til
að mæta með sín tól og tæki því
félagsmenn eru söngelskir í meira lagi.
Góð aðstaða til að vera inni EF
veðrið skyldi klikka!
Félagsmenn fjölmennum í grillið og tökum börn og barnabörn með okkur.
Á þessu myndbandi til kynningar á starfseminni í Gufunesbæ má m.a. sjá hvað svæðið býður upp á. Smelltu hér!
- 1