Færslur: 2011 Október

06.10.2011 12:38

Oddgeirstónleikar

 

 Oddgeirstónleikar

Kæru félagsmenn,

eins og kom fram í vefpósti sem ykkur á að hafa borist, býðst félagmönnum að kaupa miða í forsölu á

Afmælistónleika í tilefni 100 ára afmælis Oddgeirs Kristjánssonar í Hörpu þann 16. nóvember 2011.


Þeir sem hafa áhuga á að kaupa miða fylgi eftirfarandi leiðbeiningum:

Sendið Bjarna Ólafi póst STRAX  á netfangið daddi.hem@gmail.com og merkið hann Oddgeir Forsala.

Miðar á tónleikana fara í almenna sölu á hádegi föstudaginn 7.október.


Hér má lesa meira um tónleikana.
     


 

05.10.2011 07:36

Syngjum saman!
SYNGJUM SAMAN!


Kæru félagsmenn ÁtVR og vinir,
á þessu hausti ætlum við að koma saman og syngja gamla góða slagara, úr öllum áttum og flestir þekkja. Formið verður mjög frjálslegt þar sem hver syngur með sínu nefi.
Gullið tækifæri til að hittast, kyrja uppáhaldslögin og taka létt spjall yfir kaffibolla.

Við munum hittast í Kiwanishúsinu í Kópavogi (sjá kort)
kl. 20:00 fimmtudagskvöldin 13. og 27. október og 10. og 24. nóvember.

Þátttökugjald fyrir hvert kvöld er aðeins 750 krónur, sem greiðast á staðnum. Athugið ekki er hægt að taka við greiðslukortum.


Verum dugleg að mæta!

Stjórn ÁtVR


             
  • 1
Flettingar í dag: 126
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 158
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 876056
Samtals gestir: 158641
Tölur uppfærðar: 30.7.2021 10:53:40