Færslur: 2012 Janúar
26.01.2012 17:29
Vestmannaeyjabær
í "hringsjá" (panorama).
Myndirnar eru teknar í björtu og fallegu veðri og útsýnið maður minn, sá sem hrífst ekki er sama og dauður!
Smellið á tengilinn hér að neðan og njótið.
Vestmannaeyjar - ICELAND by PANO3D
www.vestmannaeyjar.pano3d.eu
?360° panoramic photography by PANO3D.
18.01.2012 23:29
Goskaffi 2012
Goskaffi ÁtVR 2012
Næstkomandi sunnudag 22. janúar kl. 16:00 hittast Eyjamenn og aðrir áhugasamir í Volcano House, Tryggvagötu 11, ( Sjá kort ) taka létt spjall yfir kaffibolla og ljúfengu meðlæti.
Kaffi ásamt tertusneið kr. 1.000.-
Guðmundur Sigfússon,
ljósmyndari rifjar upp gostímann í máli og myndum.
Guðbjörg Sigurgeirsdóttir,
fréttamaður segir frá sinni upplifun í gosinu,
m.a. frá undirbúningi fermingarbarna gosárið.
Allir velkomnir
Stjórn ÁtVR
06.01.2012 05:23
Söngæfingar 2012
Sönghópur ÁtVR hefur söngæfingar 12. janúar n.k.
Æfingar verða annan hvern fimmtudag kl. 20:00 eins og áður
(sjá nánar neðar) í Kiwanishúsinu í Kópavogi. Sjá kort hér.
Hafsteinn Grétar Guðfinnsson leiðir hópinn.
Þeir sem vilja ganga til liðs við sönghópinn þurfa að hafa samband við söngstjóra í síma 8613205 eða á hafgud(hjá)simnet.is áður en mætt er til leiks.
Æfingar verða kl. 20:00 á eftirfarandi fimmtudögum:
12. og 26. janúar
9. og 23. febrúar
8., 22. og 29. mars
12. og 26. apríl
10. maí
Þáttökugjald er greitt fyrirfram, vorönn kr. 6.300.- fyrir manninn.
Greiðist á reikning félagsins: 0513-26-009542 kt.: 680394-2459
Athugið að merkja: söngvor 12
Innifalið er kaffi og te í hléi.
Ath. Ekki eru í boði greiðslur fyrir stök kvöld.
Gott að taka með sér inniskó, því ekki er farið á útiskóm í æfingasalinn.


- 1