Færslur: 2012 Nóvember

22.11.2012 16:01

Aðventukvöld ÁtVR 2012

Aðventukvöld ÁtVR 2012


Athugið! 
Inngangur er frá Rangárseli.
20.11.2012 16:32

Haustfréttabréf ÁtVR 2012.

Fréttabréf ÁtVR 02.10.2012


Kæru félagsmenn.

Starfsemi félagsins hófst með æfingum sönghóps ÁtVR. Sönghópurinn er að æfa fyrir sameiginlega tónleika með sjö öðrum átthagakórum en tónleikarnir verða í Háskólabíó laugardaginn 14 október n.k. kl 14:00  Miða á tónleikana verður hægt að kaupa af meðlimum kórsins og líka við innganginn. Við bendum á auglýsingu á heimasíðu félagsins um tónleikana og hvetjum félagsmenn til að fjölmenna á  þá.

Sönghópur ÁtVR æfir annan hvern fimmtudag í Kíwanishúsinu í Kópavogi kl: 20:00. Þetta starfsárið verðu lögð áhersla á að æfa lög við texta Árna úr Eyjum en á næsta ári er 100 ára árstíð hans.

10 desember verður okkar árlega aðventukvöld í Seljakirkju kl. 20:00.  Að lokinni hefðbundinni dagskrá verðu boðið upp á kaffi og konfekt í safnaðarheimilinu. Aðventukvöldin hafa verið vel sótt af félagsmönnum og öðrum Eyjamönnum sem koma jafnvel langt að.

Mikilvægt er að félagsmenn láti  vita ef þeir hafa skipt um netfang frá fyrra ári. Hægt er að senda tölvupóst á stjórnarmenn til að tilkynna breytt netfang.

Þeir félagsmenn sem vilja eingöngu fá sent fréttabréf í tölvupósti eru beðnir um að láta vita af því. Þeir sem vilja afþakka heimsenda gíróseðla fyrir árgjaldið eru einnig beðnir um að láta stjórnarmenn vita af því.

Að lokum vonumst við til að sjá sem flesta á uppákomum félagsins í vetur. Við minnum á heimasíðuna og fésbókarsíðuna  okkar en þar er hægt að fylgjast með starfseminni hverju sinni.

Með kveðju.

Fyrir hönd stjórnar

Bjarney Magnúsdóttir,
Formaður ÁtVR


  • 1
Flettingar í dag: 73
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 158
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 876003
Samtals gestir: 158641
Tölur uppfærðar: 30.7.2021 09:50:51