Færslur: 2017 Desember
12.12.2017 01:41
Fjallið sem yppti öxlum
Fjallið sem yppti öxlum: maður og náttúra
Fjallið
sem yppti öxlum: maður og náttúra
Höfundur bókarinnar, Gísli
Pálsson, fæddist og ólst upp í Vestmannaeyjum. Hann er prófessor í mannfræði
við Háskóla Íslands.
Á vefnum Forlagið.is, stendur:
Getur maður átt samleið með fjöllum og hraunbreiðum? Myndað
náið samband við atburði í jarðsögunni? Fjallið sem yppti öxlum fjallar á
nýstárlegan hátt um "jarðsambönd" fólks sem ekki eru síður mikilvæg en tengsl
þess við samborgara sína. Höfundur segir frá bernsku sinni í nábýli við iðandi
eldfjöll, mannlegu drama andspænis náttúruvá og þeim ógnum sem steðja að
lífríki jarðar. Glíma manna við jarðelda, ekki síst í Heimaeyjargosinu árið
1973, opnar honum óvenjulega sýn inn í vanda jarðarbúa á svokallaðri mannöld
sem einkennist af skaðlegum og oft óafturkræfum áhrifum manna á bólstaði sína
og jörðina sjálfa.
Gísli Pálsson er prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands.
Hann stundaði framhaldsnám við Manchesterháskóla og lauk þaðan doktorsprófi
árið 1982. Meðal bóka hans eru ævisögurnar Frægð og firnindi: Ævi Vilhjálms
Stefánssonar og Hans Jónatan: Maðurinn sem stal sjálfum sér, sem báðar hafa
verið þýddar á ensku. Hann hefur hlotið margs konar viðurkenningu fyrir rit sín
og rannsóknir
12.12.2017 01:30
Móðir missir máttur.
Út er komin bókin Móðir missir máttur.
Í bókinni fjalla þrjár Eyjakonur þær Oddný Þ. Garðarsdóttir, Vera Björk
Einarsdóttir og Þóranna M. Sigurbergsdóttir um sameiginlega reynslu sína af því að
missa barn og því mikla sorgarferli sem á eftir fylgdi.
Í bókartíðindum stendur:
Þrjár mæður búsettar í Vestmannaeyjum segja frá sonarmissi sínum. Þær opna sig
og rifja upp ljúfsárara minningar af drengjunum sínum, fráfalli þeirra og
sorgarferlinu. En missirinn varð að mætti. Þær fundu von í þrengingunum, ljós í
myrkrinu. Saga kvennanna er angurvær en um leið full vonar.
178 bls.
Skálholtsútgáfan gefur bókina
út
12.12.2017 01:03
Ekki gleyma mér - eftir Kristínu Jóhannsdóttur.
Ekki gleyma mér - minningasaga eftir
Kristínu Jóhannsdóttur.
Höfundur er Eyjakonan Kristín
Jóhannsdóttir, forstöðumaður gosminjasafnsins Eldheima. Dóttir Jóhanns Friðfinnssonar og Svönu
Sigurjónsdóttur.
Af bókarkápu:
Hann hafði verið maðurinn í lífi
mínu, með honum átti ég fallegustu og æðisgengnustu daga og nætur ævinnar á
dögum undirliggjandi ótta og einræðisstjórnar Þýska alþýðulýðveldisins. Af
hverju hvarf hann fyrirvaralaust úr lífi mínu? Af hverju heyrðist ekkert í
honum eftir að múrinn féll? Hafði hann eitthvað að fela?"
Kristín Jóhannsdóttir hélt til náms
austur fyrir járntjald árið 1987. Sú vist átti eftir að marka hana fyrir
lífstíð. Í tvo áratugi sat hún á sér en gat svo ekki meir. Hafði maðurinn sem
hún elskaði bara verið ómerkilegur Stasí-njósnari? Hvað með aðra vini sem hún
eignaðist á þessum sögulegu tímum?
11.12.2017 21:48
Stefnumót - Hafsteinn Guðfinnsson og Oddgeir Kristjánsson
Hér er tengill á áhugavert
viðtal sem Margrét Blöndal á við Hafstein Guðfinnsson, í þættinum Stefnumót.
Þar segir Hafsteinn frá tengdaföður sínum, sem var Eyjamaðurinn Oddgeir Kristjánsson.
Viðtalið
er um 40 mínútur.
Skemmtilegt viðtal við Hafstein sem verður aðgengilegt í Sarpi Ríkisútvarpsins til 11. mars 2018
Smellið á þennan tengil til að hlusta á viðtalið:
Stefnumót - Hafsteinn Guðfinnsson og Oddgeir Kristjánsson
Vefsíða tileinkuð Oddgeiri Kristjánssyni
Á
vefsíðunni er auk annars fróðlegs efnis fjöldi skemmtilegra mynda sem vert er að
vekja athygli á.
- 1