strik

Minningastund í Landakirkju 23. janúar


Gos í EldfelliStrik


Mynd af Vestmannaeyjahöfn -  Fréttabréf ÁtVR haust 2020Ágætu félagsmenn ÁtVR

 

Í ljósi aðstæðna er erfitt að skipuleggja veturinn.

Stjórn ÁtVR hefur ákveðið að senda ekki út haustdagskrá heldur boða til viðburða þegar færi gefst.

Eins og þið hafið tekið eftir hafa félagsgjöld ekki verið rukkuð í ár, enda höfum við einungis náð að halda einn atburð það sem af er ári. Þegar við sprengdum utan af okkur húsnæðið í safnaðarheimili Seljakirkju, í goskaffinu.

Allir stjórnarmenn ÁtVR eru tilbúnir að sitja áfram í stjórn þar til hægt verður að boða til aðalfundar næsta vor, ef félagsmenn setja sig ekki á móti því.

 

 Til þess að halda okkur í virkni væri gaman að fá sendar frá ykkur myndir og eða myndbönd úr starfi liðinna ára. Hægt er að senda slíkt til Elíasar á netfangið: eyjarnar@gmail.com

 

Stjórn ÁtVR vill hafa öryggið í fyrirrúmi en vonast til þess að hægt verði að koma á einhverjum viðburðum sem fyrst.

 Njótið nú þess sem haustið hefur upp á að bjóða kæru félagar og sjáumst hress við fyrsta tækifæri.

 

Stjórn ÁtVR

 

 Mynd af Heimaey -  Fréttabréf ÁtVR haust 2020
strik

Mynda-tengill á Facebook-síðu ÁtVR

Flettingar í dag: 126
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 158
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 876056
Samtals gestir: 158641
Tölur uppfærðar: 30.7.2021 10:53:40