strik

 

 

Fréttabréf ÁtVR - Haustið 2021

strik

 
 

 

Heimaey - Eiríkur Þór Jónsson
 
Ágætu félagar
 
 Það ætlar að ganga erfiðlega að hefja starfið að nýju.
Stjórn ÁtVR var búin að skipuleggja aðventukvöld í Seljakirkju hjá Óla Jóa, 9. desember. Í ljósi fjölgandi Covid - 19 smita hefur stjórnin tekið ákvörðun um að fella niður aðventukvöldið annað árið í röð.

 

 

Gísli Helgason og Árný Heiðarsdóttir

Gísli Helgason og Árný Heiðarsdóttir í góðum gír á aðventukvöldi ÁtVR

 

Eyjamessa og goskaffi

 Það er ekki ætlunin að gefast alveg upp fyrir veirunni og stefnt er á Eyjamessu sunnudaginn 23. janúar 2022 kl. 14:00. Að messu lokinni  verður goskaff með tilheyrandi veitingum og fróðlegum erindum.

 Upplýsingar um messuna og goskaffið verða settar á Facebook síðu ÁtVR þegar nær dregur 23. janúar.

 

 

 
       Eyjamenn tóku vel undir í söng ífyrstu í Eyjamessu Seljakirkju og ÁtVR

 


Aðalfundur 2022   FRESTAÐ

Aðalfundur ÁtVR verður haldinn 19. mars 2022, staðsetning og dagskrá verða auglýst síðar.

 

 
Gestir í goskaffi eftir Eyjamessu nutu félagsskapar hvers annars.

 

 
Félagsgjöld 2021

 Aðalfundur var ekki haldinn 2021 vegna samkomutakmarkana. Félagsgjöld eru ekki innheimt fyrir það ár þar sem starfsemin lá niðri.

 
Hagnýtar upplýsingar fyrir félagsmenn

Breytt netföng eða heimilsföng:
 Á heimasíðu félagsins er tengill merktur" Gerast félagi í ÁtVR eða breyta skráningu".
Þar geta félagar breytt og uppfært upplýsingar um sig í félagaskránni.
Eins er hægt að senda tölvupóst á [email protected] og hafa samband við stjórnarmeðlimi til að tilkynna breytt netfang/heimilisfang.

Hér er hægt að fylgjast með starfseminni: Facebook-síða ÁtVR og VefsíðaÁtVR

 Það er von og trú stjórnar að aðstæður verði með þeim hætti árið 2022 að hægt verði að halda þá viðburði sem nú þegar hafa verið ákveðnir ásamt fleirum.

 

Fyrir hönd stjórnar ÁtVR, 

Guðrún Erlingsdóttir,formaður

 

 strik

strik

 

 

 

 

 

Minningastund í Landakirkju 23. janúar

 

 
Gos í Eldfelli
 
 
 
Strik


Mynd af Vestmannaeyjahöfn -  Fréttabréf ÁtVR haust 2020Ágætu félagsmenn ÁtVR

 

Í ljósi aðstæðna er erfitt að skipuleggja veturinn.

Stjórn ÁtVR hefur ákveðið að senda ekki út haustdagskrá heldur boða til viðburða þegar færi gefst.

Eins og þið hafið tekið eftir hafa félagsgjöld ekki verið rukkuð í ár, enda höfum við einungis náð að halda einn atburð það sem af er ári. Þegar við sprengdum utan af okkur húsnæðið í safnaðarheimili Seljakirkju, í goskaffinu.

Allir stjórnarmenn ÁtVR eru tilbúnir að sitja áfram í stjórn þar til hægt verður að boða til aðalfundar næsta vor, ef félagsmenn setja sig ekki á móti því.

 

 Til þess að halda okkur í virkni væri gaman að fá sendar frá ykkur myndir og eða myndbönd úr starfi liðinna ára. Hægt er að senda slíkt til Elíasar á netfangið: [email protected]

 

Stjórn ÁtVR vill hafa öryggið í fyrirrúmi en vonast til þess að hægt verði að koma á einhverjum viðburðum sem fyrst.

 Njótið nú þess sem haustið hefur upp á að bjóða kæru félagar og sjáumst hress við fyrsta tækifæri.

 

Stjórn ÁtVR

 

 Mynd af Heimaey -  Fréttabréf ÁtVR haust 2020

 
 

strik

 

 

 

 

Mynda-tengill á Facebook-síðu ÁtVR

 

 

Átthagafélag Vestmannaeyinga á Reykjavíkursvæðinu

Kt. 6803942459

 

 
Flettingar í dag: 87
Gestir í dag: 2
Flettingar í gær: 131
Gestir í gær: 5
Samtals flettingar: 40112
Samtals gestir: 2729
Tölur uppfærðar: 15.8.2022 03:07:47