15.04.2015 14:46
Þær þráðinn spunnu - Tilboð
Þær þráðinn spunnu - Tilboð
Á aðalfundi ÁtVR 22. mars
hélt Gunnhildur Hrólfsdóttir ákaflega áhugavert erindi; Þær þráðinn spunnu - Konur í Vestmannaeyjum
1835 - 1980.
Vakti erindið almenna hrifningu fundargesta enda bæði fróðlegt og skemmtilegt.
Margir lýstu áhuga sínum að eignast bókina þegar hún kæmi út. Nú gefst tækifærið því Gunnhildur býður félagsmönnum og öðrum er áhuga hafa að kaupa bókina í forsölu.
Kæru félagar í ÁtVR og
aðrir Vestmannaeyingar.
Nú styttist í útgáfu bókar minnar Þær þráðinn spunnu sem er sýnishorn af sögu kvenna í Vestmannaeyjum
frá 1835 til 1980. Bókin er myndskreytt, um 460 blaðsíður, prentuð á vandaðan
pappír með harðspjaldakápu og gylltri áletrun.
Býð ég áhugasömum að skrá
sig fyrir bók. Verð til áskrifenda verðu kr. 8.900 og þeir sem skrá sig fyrir
10. maí 2015 fá nafn sitt á heiðurslista í bókinni. Bókin verður send
áskrifendum og innheimt í heimabanka.
Þar sem útgáfan er mjög
kostnaðarsöm yrði það mér mikill styrkur að fá sem flesta til að gerast
áskrifendur og tryggja þannig grundvöll útgáfunnar.
Þeir sem óska eftir að
gerast áskrifendur sendi tölvupóst á netfangið:
Kær kveðja til ykkar
allra
Gunnhildur Hrólfsdóttir
.