02.03.2017 17:32

Fyrirlestrar um Vestmannaeyjar

Fyrirlestraröð um Vestmannaeyjar í Félagsmiðstöðinni Hæðargarði í mars, apríl og maí 2017


Fyrirlestraröð um Vestmannaeyjar.

Í samstarfi ÁtVR og U3A verða haldnir þrennir fyrirlestrar um Vestmannaeyjar í Félagsmiðstöðinni Hæðagarði 31, 108 Reykjavík,  í mars og apríl.
Í kjölfarið verður farið í dagsferð til Eyja í maí, þar sem m.a. þær söguslóðir sem tengjast fyrirlestrunum verða skoðaðar.

Fyrirlestrarnir hefjast kl. 17:15 og standa til u.þ.b. 18.30

Allir eru velkomnir, aðgangur kostar kr. 500

 

Dagskráin verður sem hér segir:


Þriðjudaginn 7. mars, kl. 17:15

Karl Gauti Hjaltason flytur erindið: "Frá forneskju til framfara"

 

Þriðjudaginn 14. mars, kl. 17:15

Kári Bjarnason flytur erindið: "Upphaf Vesturheimsferða"

 

Þriðjudaginn 25. apríl, kl. 17:15

Helga Hallbergsdóttir/Hrefna Valdís Guðmundsdóttir flytja erindið: 
"Lífið með náttúrunni í Eyjum, saga sex atorkukvenna á 20. öld

 

Sunnudaginn 14. maí: 

Dagsferð til Vestmannaeyja þar sem m.a. verður farið á þær slóðir sem tengjast  efni fyrirlestranna. 
Því miður verður að takmarka fjölda þáttakenda í ferðinni heim til Eyja við 45 manns.

 

U3A Reykjavík, (University of the third age.) eru samtök fólks á þriðja æviskeiðinu, eða árunum eftir fimmtugt, sem vill afla sér og miðla þekkingar eins lengi og mögulegt er. 

 



Flettingar í dag: 14
Gestir í dag: 2
Flettingar í gær: 131
Gestir í gær: 5
Samtals flettingar: 40039
Samtals gestir: 2729
Tölur uppfærðar: 15.8.2022 01:47:17