10.03.2017 21:39

Fyrirlestur 2. hluti - Upphaf Vesturheimsferða

Fyrirlestur um Vestmannaeyjar

Almennt er talið að upphaf Vesturheimsferða megi rekja til um 1870 er 14-16 þúsund Íslendingar hófu að streyma til Norður-Ameríku. Áður höfðu fáeinir einstaklingar brotist til Brasilíu, árið 1863. Hið raunverulega upphaf er þó enn fyrr á ferðum. Árið 1855 komu til Utah fyrstu Vesturheimsfararnir og fylgdu þeim á næstu árum og áratugum um 400 einstaklingar. Um helmingur þeirra var frá Vestmannaeyjum. Í erindi sínu mun Kári Bjarnason rekja forsögu og sögu þessa upphafskafla Vesturheimsferða.


Kári Bjarnason, forstöðumaður Safnahúss Vestmannaeyja mun segja frá hinu raunverulega upphafi vesturheimsferða, þegar fyrstu fararnir komu til Utah 1855 - og var helmingur þeirra 400 sem síðan fylgdu í kjölfarið frá Vestmannaeyjum. Kári er magister í íslenskum fræðum og er með B.A.-prófi í heimspeki. Kári starfaði sem bókavörður og handritavörður á Landsbókasafni Íslands samfellt í 16 ár og vann einnig tímabundið sem sérfræðingur á handritasöfnum víðsvegar um heim, þ.á m. í Kaupmannahöfn, Vatikaninu og Oxford. Kári hefur setið í stjórn Bókavarðafélags íslands,  stjórn Menningarsjóðs og situr nú í stjórn Reykjavíkur Akademíunnar. 

 

Staður og stund: 
Hæðargarður 31,     14. mars kl. 17:15 - 18:30.

Aðgangur kr. 500,

ALLIR VELKOMNIR en skráning er nauðsynleg.   
SKRÁ MIG HÉR. 


-------------------------------------------------------------


Fyrirlestraröð um Vestmannaeyjar.

Í samstarfi ÁtVR og U3A verða haldnir þrennir fyrirlestrar um Vestmannaeyjar í Félagsmiðstöðinni Hæðagarði 31, 108 Reykjavík,  í mars og apríl. 
Í kjölfarið verður farið í dagsferð til Eyja í maí, þar sem m.a. þær söguslóðir sem tengjast fyrirlestrunum verða skoðaðar.

Fyrirlestrarnir hefjast kl. 17:15 og standa til u.þ.b. 18.30

Allir eru velkomnir, aðgangur kostar kr. 500

 

Dagskráin verður sem hér segir:


Þriðjudaginn 14. mars, kl. 17:15


Kári Bjarnason flytur erindið: "Upphaf Vesturheimsferða"

 

Þriðjudaginn 25. apríl, kl. 17:15

Helga Hallbergsdóttir/Hrefna Valdís Guðmundsdóttir flytja erindið: 
"Lífið með náttúrunni í Eyjum, saga sex atorkukvenna á 20. öld

 

Sunnudaginn 14. maí: 


Dagsferð til Vestmannaeyja þar sem m.a. verður farið á þær slóðir sem tengjast  efni fyrirlestranna. 
Því miður verður að takmarka fjölda þáttakenda í ferðinni heim til Eyja við 45 manns.

 

U3A Reykjavík, (University of the third age.) eru samtök fólks á þriðja æviskeiðinu, eða árunum eftir fimmtugt, sem vill afla sér og miðla þekkingar eins lengi og mögulegt er. 

 Flettingar í dag: 41
Gestir í dag: 2
Flettingar í gær: 131
Gestir í gær: 5
Samtals flettingar: 40066
Samtals gestir: 2729
Tölur uppfærðar: 15.8.2022 02:13:47