Færslur: 2008 Mars

25.03.2008 22:17

Aðalfundur 2008

Aðalfundur
Átthagafélags Vestmannaeyinga
á Reykjavíkursvæðinu

Var haldin í Gyllta salnum á Silfrinu, Hótel Borg, sunnudaginn 2.mars s.l.

Að venjulegum aðalfundarstörfum loknum, söng Hafsteinn Þórólfsson nokkur lög við undirleik Aðalheiðar Þorsteinsdóttur á píanó.

Hulda Ósk Gränz sagði okkur frá ævintýraferð Sönghóps ÁtVR á norrænt vísnamót til Svíþjóðar í nóvember 2007. Einnig voru sýndar myndir frá ferðinni.

Sönghópur ÁtVR flutti nokkur lög, undir dyggri stjórn Hafsteins Grétar Guðfinnssonar , ásamt því að leika undir á gítar, Gísli Helgason lék á blokkflautu og Þórólfur Guðnason á bassa.

Því miður raskaðist aðeins áður auglýst dagskrá, (einu sinni, einu sinni enn....)
Elliði Vignisson, bæjarstjóri, komst ekki upp á land vegna fannfergis í Eyjum.

Einnig voru á fundinum seldir bolir merktir félaginu og Vestmannaeyja-óróar, en ágóði rennur til starfsemi sönghópsins. Haldið verður áfram sölu á hvorutveggja á meðan birgðir endast. (Upplýsingar hjá stjórnarfólki).

Fundarstjóri var Birna Ólafsdóttir.

Við þökkum öllum fyrir komuna og þessu frábæra fólki sem fram kom, fyrir að gera okkur stundina eftirminnilega.

Tveir gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu, þau Sigfríð Hallgrímsdóttir og Sigurður Guðnason. Félagið þakkar þeim fyrir vel unnin störf undanfarin ár.

Þau sem gáfu kost á sér í þeirra stað eru Bjarney Magnúsdóttir og Guðni Friðrik Gunnarsson. Félagið býður þau velkomin til starfa.

Stjórn átthagafélagsins 2008:

Bjarney Magnúsdóttir
Elías Stefánsson
Guðni Friðrik Gunnarsson
Guðný Helga Guðmundsdóttir
Hrafnhildur Hlöðversdóttir
Marta G. Hallgrímsdóttir
Sigurjón Guðmundsson
Sigurjón Sigurjónsson
Vignir Sigurðsson
Tónlistarstjóri:
Hafsteinn Grétar Guðfinnsson.

25.03.2008 22:09

Vísnamót í Särö


Sönghópur ÁtVR tók þátt í einstaklega skemmtilegu vísnamóti norrænna Vísnavina í byrjun nóvember 2007.

Á mótinu, sem haldið var á Säröhushóteli, sunnan við Gautaborg í Svíþjóð, 1.-4. nóvember sl. voru um tvö hundruð og fimmtíu þátttakendur frá Norðurlöndunum, sem ýmist voru að flytja hefðbundna vísnatónlist landa sinna, að kynna sína eigin tónlist og söng eða njóta þess að hlýða á flutning annarra söngvara og tónlistarmanna.

Verkefni sönghóps ÁtVR var að koma Vestmannaeyjum á kortið hjá þessum mörgu þátttakendum mótsins. Þetta gerðum við með flutningi á lögum og söngtextum frá Vestmannaeyjum ásamt því að segja frá þeirri hefð sem hefur myndast við laga og textagerð í tengslum við Þjóðhátíðina í Vm. sem er svo sérstök fyrir Eyjarnar. Þá dreifðum við kynningarbæklingum um Vestmannaeyjar og sönghópinn og sögðum frá okkar starfi og heimabyggð í spjalli við þátttakendur mótsins. Við teljum að það verkefni sem við lögðum upp með hafi tekist vel og verið Vestmannaeyjum til sóma og jafnvel framdráttar.

Þessi ferð á eftir að efla starf sönghóps ÁtVR enn frekar til dáða við að halda lífi í og kynna þennan ómetanlega menningararf okkar Vestmannaeyinga.

Sönghópur ÁtVR þakkar helstu styrktaraðilum söngferðarinnar góðan stuðning vegna þátttöku hópsins í þessu norræna vísnamóti en þeirra er að sjálfsögðu getið hér neðar á síðunni. Einnig vill hópurinn þakka öllum þeim fjölmörgu sem keyptu af okkur boli og óróa, sem seldir voru til fjáröflunar vegna ferðarinnar.

Hafið öll kæra þökk fyrir stuðninginn.Styrktaraðilar:

B.P.skip ehf
Dagbjartur Einarsson og Birna Óladóttir í Grindavík
Dala-Rafn
Evotek ehf.
Frár VE-78
Ísfélag Vestmannaeyinga
Íslensk-Ameríska ehf
Magnús Kristinsson
Stafræna Prentsmiðjan
Tolli ehf
Viktor Berg Helgason
Útgerðafélagið Glófaxi ehf

25.03.2008 21:14

Upphafið.

Haustið 1993 var gott haust- allavega með tilliti til þess að þá tókst henni Kristínu Ástgeirsdóttur að safna saman nokkrum burtfluttum Eyjamönnum og konum hér á Reykjavíkursvæðinu,
til að undirbúa stofnun á átthagafélagi.
,,Blásið var til samkomu,, á Rauða ljóninu föstudagskvöldið 3. desember.
Mikið var gaman þetta kvöld.
Ekki eru til nákvæmar tölur um fjölda þeirra sem mættu, en mörg vorum við og stuðið eftir því.

Formlegur stofnfundur var svo í Agógessalnum sunnudaginn 13. febrúar 1994.
Þar sem Kristín var auðvitað kjörin formaður.
Aðrir í stjórn voru kosnir.
Birna Ólafsdóttir, Erna Olsen, Einar Gylfi Jónsson, Gísli Vigfússon,
Guðrún Kristinsdóttir, Hafþór Guðjónsson, Helgi Bernódusson,
Sara Hafsteinsdóttir og Sigurjón Gðmundsson.


Fyrsta stjórn ÁtVR.

Síðan hafa verið ýmsar samkomur á vegum félagsins, t.d. böll, Oddgeirskvöldið ógleymanlega
4. október 2002 þar sem komust færri að en vildu, samvera í Viðey á Sjómannadaginn 1. júní 2003 með þátttöku séra Þorvalds Víðissonar. Handverksmarkaður Eyjamanna í Reykjavík og fl.
Haustið 2005 var stofnaður Sönghópur ÁtVR.

Sinn fasta sess hefur átt aðalfundur í mars, Jónsmessugrillið og Bjórkvöldið síðasta föstudag í nóvember, en sú breyting hefur verið s.l. tvö ár að Bjórkvöldið hefur verið sameinað ,,slútti,,
á Handverksmarkaði Eyjamanna í Reykjavík.

  • 1
Flettingar í dag: 60
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 190
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 28329
Samtals gestir: 1895
Tölur uppfærðar: 26.5.2022 03:09:25